Franski landsliðsmaðurinn hefur verið í mögnuðu formi á leiktíðinni. Hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur níu í fyrstu fimmtán deildarleikjunum.
United hefur lengi verið orðað við Coman en nú er talið að City sé einnig komið inn í myndina.
„Að vita til þess að góð lið hafi áhuga á þér, það gefur manni aukið sjálfstraust,“ sagði Coman í samtali við íþróttaútgáfuna hjá Bild.
„En ég er með samning hér til ársins 2023 og ég er bara með hugann við Bayern. Það er allt í góðu og hér er ég ánægður.“
Coman óttaðist það að sitja meira á bekknum á þessari leiktíð eftir að Leroy Sane kom til félagsins frá Man. City í sumar en Sane hefur verið meira á bekknum.
„Ég fékk það á tilfinninguna að ég yrði minna notaður. Ég er 24 ára og þarf að spila en sem betur fer varð ótti minn ekki raunveruleika.“
Kingsley Coman flattered by interest from Man United and City but is NOT interested https://t.co/kGEylAJXuU
— MailOnline Sport (@MailSport) January 5, 2021