Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 06:01 Pence er sagður hafa tjáð Trump að hann hefði ekki vald til að hafa áhrif á þau úrslit sem ríkin skila inn en á sama tíma sagt að hann myndi liggja yfir málinu fram á síðustu mínútu. epa/J. Scott Applewhite Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira