„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2021 11:31 Særún var samskiptastjóri Haga sem meðal annars reka verslanirnar Hagkaup og Bónus. Vísir Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021 Vistaskipti Verslun Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Hagar tilkynntu í gær að Sesselía Birgisdóttir hafi verið ráðin í nýja stöðu forstöðumanns nýsköpunar og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Mun hún taka við verkefnum samskiptastjóra. Særún segir í samtali við Vísi að henni hafi verið tilkynnt um uppsögnina á mánudag og að hún hafi þegar hætt störfum hjá fyrirtækinu. Einu skýringarnar sem hún hafi fengið á uppsögninni væru að um væri að ræða skipulagsbreytingu sem Finnur Oddsson, forstjóri Haga, stóð að. Sá Finnur tók við stjórnartaumunum af Finni Árnasyni síðasta sumar. Særún segir að tími hennar hjá Högum hafi verið mjög góður skóli þar sem hún fékk að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni með reynslumiklum samstarfsfélögum. „Það er mikið búið að ganga á þessum fjórtán mánuðum frá því að ég byrjaði, bæði forstjórabreyting og heimsfaraldur þannig að þetta eru búnir að vera skrítnir tímar.“ Hvort tveggja hafi vissulega haft áhrif á hennar áætlanir fyrir félagið og dótturfélög þess. Særún segir að uppsögnin hafi komið henni á óvart en að hún líti björt fram á veginn. „Þetta er bara er tækifæri, 2021 er árið mitt,“ segir Særún. Þá nefnir Særún að hún geti loks verslað í Krónunni án samviskubits. Krónan er helsti samkeppnisaðili Bónus, flaggskips Haga í lágvöruverslunum hér á landi. Allir að fá nýja vinnu þessa dagana á meðan mitt starf er lagt niður. Fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga, toppaðu það!En jæja, núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits.— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) January 5, 2021
Vistaskipti Verslun Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira