Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greitt á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um forrit í símanum. Rætt verður við yfirmann kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fréttatímanum.
Einnig verður fjallað um þann mikla fjölda fólks sem greinist smitað á landamærunum og rætt við yfirmann smitrakningateymis almannavarna um eftirlit með þeim sem eru í einangrun og sóttkví.
Við heimsækjum líka 85 ára íbúa í Hveragerði sem býður upp á beinar útsendingar frá tónleikum sínum þar sem hann spilar á lírukassa.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.