Fyrri hálfleikurinn var flottur hjá Erlingi og hans mönnum. Þeir voru 15-14 yfir í hálfleik og stefndi í fín úrslit.
Slóvenarnir stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik. Slóvenar unnu síðari hálfleikinn 20-8 og leikinn sjálfan, 34-23.
Slóvenar eru því með tvö stig líkt og Hollendingar en Hollendingar hafa leikið tvo leiki. Einnig í riðlinum eru Pólland og Tyrkland.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.
Slóvenar eru með Hvíta Rússlandi, Suður Kórea og Rússlandi í riðli á HM í Egyptalandi sem hefst í næstu viku.