Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 21:27 Ekki hafa borist fregnir af alvarlegum áverkum í kjölfar átakanna en ljóst af myndum að einhver meiðsl hafa orðið. AP/John Minchillo Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37