Grisham hefur starfað með Trump-fjölskyldunni frá árinu 2015, fyrst sem fjölmiðlafulltrúi í framboði Donald Trump til forseta. Hún varð seinna varafjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins á meðan Sean Spicer gegndi því hlutverki og tók svo til starfa fyrir Melaniu árið 2017.
Samkvæmt heimildum CNN er kurr í starfsmönnum Hvíta hússins vegna atburða kvöldsins og eru margir ósáttir við viðbrögð forsetans fráfarandi. Hann hefur lítið gert til þess að lægja öldurnar, heldur sagst hafa skilning á reiði þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann bað fólk um að fara heim en sagði daginn minnistæðan.
„Farið heim, við elskum ykkur, þið eruð einstök,“ sagði Trump.