Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Tækið sem um ræðir, Cobas 8800 frá framleiðandanum Roche, á að þrefalda afköst sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, sem hefur þurft að treysta á búnað Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á Covid-19. Tækið kostaði um 100 milljónir króna.
Blaðið hefur eftir Karli G. Kristinssyni yfirlækni að bíða verði með uppsetningu tækisins, sem kom til landsins um miðjan síðasta mánuð, þar til að tæknimenn frá framleiðandanum koma til landsins nú um helgina. Hvorki tæknimenn spítalans né umboðsaðila hafa mátt koma að uppsetningunni. Er búist við að tækið verði tilbúið til notkunar í næsta mánuði.