Hverjar verða afleiðingar atburða gærdagsins? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. janúar 2021 13:42 Tiltekt í þinghúsinu. AP/Andrew Harnik Mikill titringur er í Washington D.C. eftir atburðarás gærdagsins og meðal annars rætt óformlega um að koma forsetanum frá. Bandaríska þingið lauk í gær talningu atkvæða kjörmanna og því ekkert sem kemur í veg fyrir að Joe Biden verði forseti 20. janúar nk. Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Innrásin í þinghúsið þykir hafa komið í bakið á Donald Trump og Repúblikanaflokknum, sem átti ekki góðan dag fyrir. Demókratar mörðu sigur í báðum aukakosningunum í Georgíu, sem þýðir að demókratar hafa náð meirihluta í deildinni í fyrsta sinn í áratug. Áður en þingfundur hófst höfðu margir háttsettir repúblikanar mælst til þess að sigur Joe Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur án andmæla. Þegar á hólminn var komið, og þrátt fyrir óeirðirnar í og við þinghúsið, mótmæltu hins vegar sex öldungadeildarþingmenn og 121 þingmaður fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: „Hann var algjört skrímsli í dag“ Sjá einnig: Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Sjá einnig: Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trump vekur athygli Ljóst er að gjá hefur myndast innan Repúblikanaflokksins; sumir sjá hag flokksins best borgið með því að segja skilið við síðustu fjögur ár og horfa til framtíðar, á meðan aðrir virðast staðráðnir í því að byggja á þeim mikla stuðningi sem Trump nýtur meðal hluta landsmanna. Búist er við uppsögnum í Hvíta húsinu í dag og á næstu dögum en forsetinn hefur heitið því að valdaskiptin verði friðsamleg. Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira