Var með samviskubit í hálft ár yfir tengslarofinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:30 Gunnar er einn af þeim fjölmörgu sem upplifa tengslarof í foreldrahlutverkinu. Hann segir að það hefði verið fínt að vita áður að þetta gæti gerst. Líf dafnar „Þetta var æðislegt en örugglega svona fyrstu fimm, sex mánuðina gekk mér illa að ná þessari tengingu,“ segir Gunnar Helgason um tengslamyndunina eftir að hann varð faðir í fyrsta skipti. Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta. Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Sjá meira
Hann upplifði aðstæðurnar þannig að barnið vildi mikið vera hjá móðurinni og hann væri bara „gæinn sem fór út með bleijurnar“ eða eitthvað þannig. Eftir að Gunnar eignaðist sitt fyrsta barn upplifði hann ekki strax þær tilfinningar sem hann hafði búist við að finna. Gunnar hafði verið í sambandi með Guðrúnu Björnsdóttur í tíu ár þegar drengurinn þeirra fæddist og sögðu þau frá sinni reynslu í fyrsta þættinum af Líf dafnar, sem frumsýndur var í gær. „Mér fannst þetta bara drullu djöfulli fúlt að upplifa að ég væri ekki að ná þessari tengingu, en ég elskaði hann og elska í dag alveg rosalega mikið. En ég var með samviskubit í einhverja sex mánuði yfir því að líða ekki öðruvísi.“ Gunnar segir að hann hafi elskað son sinn frá fyrstu mínútu en upplifði flóknar tilfinningar í kringum tengslamyndunina. Hann segir að þetta hafi komið flatt upp á sig, enda ekki vitað að þetta gæti yfir höfuð gerst þetta tengslarof. „Þessi tenging var einhvern veginn lengi að koma hjá mér. Svo náttúrulega leið tíminn og þá kom þessi tilfinning sem að maður á að finna strax.“ Gunnar og Guðrún voru á meðal þeirra sem deildu reynslu sinni af foreldrahlutverkinu í fyrsta þætti af Líf dafnar.Þau eiga saman tvö börn.Líf dafnar Móðirin með forskot Bros, fliss, hlátur og önnur viðbrögð hjá barninu hjálpuðu Gunnari að finna betur þessi tengsl. „Þetta voru rosalega erfiðir sex mánuðir því maður var með svo mikið samviskubit. Ég vill ekki trúa því að ég sé sá fyrsti sem að lendir í þessu og það hefði alveg verið ágætt að fá smá svona „heads up.“ Þetta er ekki eins í bíómyndunum, þetta er bara alls ekki þannig.“ Þau eignuðust svo stúlku tveimur árum seinna og var það mjög ólík upplifun fyrir Gunnar. „Strax þegar ég fékk hana í hendurnar þá bara vá, svona á þetta að vera,“ útskýrir Gunnar. „Við fæðingu þá þekkir barnið móður sína vegna þess að það hefur heyrt röddina hennar, það hefur hlustað á hjartsláttinn hennar á meðgöngunni og það hefur drukkið legvatnið og þar af leiðandi þekkir það líka lyktina af mömmu sinni. Mamman hefur náttúrulega svolítið forskot í tengslamynduninni þegar barnið fæðist,“ segir Anna María Jónsdóttir geðlæknir í þættinum en hún var einn af sérfræðingunum sem rætt var við í þættinum. Líf dafnar eru sýndir á miðvikudögum á Stöð 2 og eru einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon þar sem hægt er að horfa á þá með íslenskum texta.
Börn og uppeldi Frjósemi Kviknar Líf dafnar Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Sjá meira