Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 20:01 Hrefna Sigurjónsdóttir hjá Heimili og skóla hvetur foreldra til árverkni. VÍSIR/EGILL AÐALSTEINSSON Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun. Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Í gær sögðum við frá því að hátt í tíu mál hafi verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegn um svokölluð greiðsluöpp í símanum. „Við höfum því mikið heyrt af þessari þróun að þetta sé eitthvað sem sé að færast í aukana og það hefur gerst bara um allan heim að svona vandamál tengd netinu hafa færst í aukana,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Samkvæmt upplýsingum frá ábendingalínu Barnaheilla bárust tvær tilkynning um slík mál í gegn um ábendingalínuna í desember. Í þeim málum var um erlenda aðila að ræða og greiðslurnar bárust í gegn um síðurnar Paypal og Webmoney. Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að greiðslunar í málunum á borði lögreglu hafi borist í gegn um appið Aur. „Það eru ýmsar leiðir. Að vissu leyti má segja að það sé ákveðin kostur ef þú ert með þetta svona rafrænt að þú getur séð hvað kemur þarna inn og hvað fer út. Þannig að foreldrar geta fylgst með því en að sama skapi ertu líka að opna á leið til að greiða börnum,“ segir Hrefna. Foreldrar þurfi alltaf að spurja sig hvaða dyr þeir eru að opna út í heim þegar börn fá nýja tækni í hendurnar. Þá þurfi þeir að spurja sig hvort börnin hafi þroska til að höndla slík forrit. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera mjög vakandi fyrir og við þurfum að eiga samtal við börnin okkar um hvað þau eru að gera og ekki bara þegar eitthvað kemur upp heldur reglulega ræða við börnin,“ segir Hrefna.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Íslenskum börnum greiddar fimm til tíu þúsund krónur fyrir kynferðislegar myndir Hátt í tíu mál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í desember þar sem karlmenn greiddu allt niður í 13 ára íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Börnin fengu greiddar á bilinu fimm til tíu þúsund krónur fyrir myndina í gegnum forrit í símanum. 7. janúar 2021 07:01