Pelosi biðlar til Pence að svipta Trump völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/Patrick Semansky Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur óskað eftir því að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og ríkisstjórnin svipti Donald Trump Bandaríkjaforseta völdum. Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Hún biður Pence að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar til þess. Þetta sagði hún á blaðamannafundi rétt í þessu. Hún segir að grípi Pence og ríkisstjórnin ekki til aðgerða muni meirihluti Demókrata á þinginu kæra hann fyrir embættisbrot. 25. viðauki stjórnarskrár Bandaríkjanna segir til um að sé forseti Bandaríkjanna ófær um að sinna skyldum sínum taki varaforseti Bandaríkjanna við embætti. BREAKING: Speaker Pelosi calls for VP Pence and the Cabinet to remove President Trump from office via the 25th Amendment, or another impeachment effort may be carried out by Democrats. pic.twitter.com/bbwTLScyWL— NBC News (@NBCNews) January 7, 2021 „Í gær hvatti forseti Bandaríkjanna til vopnaðrar árásar gegn Bandaríkjunum. Vanhelgunin á þinghúsi Bandaríkjanna, sem er hof bandarísks lýðræðis, og ofbeldið sem beint var að þinginu er hryllingur sem mun héðan af flekka sögu þessa lands. [Ofbeldi sem] forseti Bandaríkjanna hvatti til,“ sagði Pelosi á blaðamannafundi sem hún hélt fyrir stuttu. „Þess vegna er þetta svona alvarlegt. Með þessu hefur forsetinn gert atlögu að þjóðinni,“ sagði Pelosi. „Ég og leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni biðlum því til varaforsetans að beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar þegar í stað. Ef varaforsetinn og ríkisstjórnin grípa ekki til aðgerða mun þingið vera tilbúið til þess að kæra forsetann fyrir embættisbrot.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22 Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45 Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins. 7. janúar 2021 19:22
Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. 7. janúar 2021 18:45
Geta ekki beðið í þrettán daga Fleiri þingmenn hafa kallað eftir því að 25. viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar verði virkjaður og að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, verði vikið úr embætti. Aðeins þrettán dagar eru eftir af valdatíð Trump en Joe Biden tekur formlega við embættinu þann 20. janúar næstkomandi. 7. janúar 2021 17:39