Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 15:54 Örvar Steingrímsson ofurhlaupari, fyrir miðju, er meðal þeirra sem náði ekki að skrá sig í hlaupið. Laugavegur - Ultra marathon Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira