Hreinsunarstarf gengur vel en hættustig áfram í gildi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 17:10 Frá hreinsunarstarfi á Seyðisfirði síðustu daga. LÖGREGLAN Hreinsunarstarf á Seyðisfirði hefur gengið vel og er búið að opna leið í gegnum stóru skriðuna sem féll þann 18. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hlé verður gert á hreinsunarstarfi um helgina en veðurspá er slæm og búist við norðvestan 20 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og stórhríð á köflum. Áfram hættustig Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði. Á áhrifasvæðum skriðunnar eru vinnuvélar í notkun og því varhugavert að vera á ferðinni þar nærri að því er kemur fram í tilkynningunni. Óviðkomandi umferð er óheimil á svæðinu samkvæmt ákvörðun lögreglustjórans á Austurlandi vegna hættu sem getur falist í og við skriðuna eins og brak úr byggingum og annað lauslegt. Ríkisstjórnin ákvað í vikunni að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta. Hlé verður ger á hreinsunarstarfi um helgina.LÖGREGLAN Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Múlaþings var haldinn í dag þar sem fjallað var um hreinsunarstarf, vöktun og mælingar á upptakasvæðum skriðanna ásamt forgangsmálum næstu vikna. Fylgst með gangi mála Ekki hefur orðið vart við skriðuföll úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar frá því fyrir jól. Vöktun hlíðanna hefur verið efld umtalsvert frá því sem var áður en skriðurnar féllu. Fylgst er með hreyfingu jarðlaga sem og vatnshæð í borholum í hlíðinni. Ekki hafa mælst merkjanlegar hreyfingar né óeðlileg vatnshæð. Unnið er að því að auka tíðni mælinga enn frekar með sjálfvirkum búnaði.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00 Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar. 7. janúar 2021 15:00
Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. 29. desember 2020 14:23