Þetta kemur fram í tilkynningu sem Twitter sendi frá sér nú fyrir skömmu. Þar kemur fram að eftir nánari yfirferð á tístum forsetans hafi verið tekin ákvörðun um að loka reikningnum til frambúðar vegna hættu á frekari hvatningu til ofbeldis.
After close review of recent Tweets from the @realDonaldTrump account and the context around them we have permanently suspended the account due to the risk of further incitement of violence.https://t.co/CBpE1I6j8Y
— Twitter Safety (@TwitterSafety) January 8, 2021
Líkt og sjá má er búið að hreinsa reikning Trumps.
Í tilkynningunni segja forsvarsmenn Twitter að miðillinn megi ekki vera nýttur til þess að hvetja til ódæðisverka eða ofbeldis. Slíkt fari gegn stefnu miðilsins. Þá kemur jafnframt fram að lokað verði fyrir reikninga þeirra sem fylgi ekki reglum miðilsins.
Á miðvikudaginn lokaði Twitter tímabundið fyrir reikning Trumps vegna þriggja færslna forsetans sem samrýmdust ekki reglum miðilsins.
Trump hefur farið mikinn á Twitter í gegnum árin og nýtt vettvanginn til þess að tala til landsmanna og raunar heimsbyggðarinnar allrar.
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur sömuleiðis lokað fyrir aðgang Trump að reikningi hans á Facebook og Instagram um óákveðinn tíma.
Fréttin hefur verið uppfærð