Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu, en þar segir að markmiðið sé áfram að tryggja lágmarks flugsamgöngur til og frá landinu á meðan kórónuveirufaraldrinum stendur.
Auglýst var eftir tilboðum á evrópska útboðsvefnum TED en Icelandair var eina flugfélagið sem gerði tilboð.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, undirrituðu samninginn með rafrænum hætti samkvæmt tilkynningunni. Allar tekjur af flugsamgöngunum munu lækka greiðslur vegna samningsins, en gert er ráð fyrir því að hægt verði að framlengja samninginn.