Borgaryfirvöld í Seúl til óléttra kvenna: Hugaðu að útlitinu og eldaðu mat fyrir karlinn fyrir fæðinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 08:42 Það er að mörgu að huga í Seúl þegar barn er í vændum. Unsplash/rawkkim Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þegar borgaryfirvöld í Seúl gáfu út leiðbeiningar til óléttra kvenna, þar sem þeir var meðal annars ráðlagt að huga að útlitinu og hafa tilbúnar máltíðir og hrein föt fyrir karlinn fyrir fæðingu. Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira