„Þakklát þessum einstaklingi sem rak mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Gerður hefur rekið kynlífshjálpartækjaverslunina Blush í nokkur ár. Gerður Arinbjarnardóttir hefur á fáeinum árum farið frá því að selja kynlífstæki úr skúffum heiman frá sér yfir í að velta hálfum milljarði á ári. Gerður, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir að erfiðasti hjallinn við að byrja með rekstur á eigin fyrirtæki hafa verið áralanga skilyrðingu af því að vera ekki nógu góð í skóla. Hún hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu. „Ég held ég hafi verið hrædd við það sem allir eru hræddir við, sem er að gera mistök og bregðast fólkinu í kringum mig. Ég fór í gegnum skólakerfið með þá tilfinningu að ég væri aldrei nógu góð. Ég átti erfitt með nám og kerfið er þannig að þér eru gefnar einkunnir og þú ert metin út frá því og ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum. Ég var alltaf í C bekknum sem var fyrir tossana,“ segir Gerður og heldur áfram. Eigum að spyrja börnin „Það að skipta krökkum upp með þessum hætti eftir árangri í námi er eiginlega ofbeldi. Þetta eru viðkvæmustu árin. Geturðu ímyndað þér hvað það gerir fyrir sjálfstraust unglings sem er í mótun að honum sé sagt að hann sé ekki nógu góður og eigi að vera í C bekk? Niðurlægingin sem fylgir því að segja vinkonum sínum sem allar eru á leið í A bekk að maður verði ekki með þeim í bekk árið eftir af því að maður sé svo lélegur námsmaður. Svo er ekkert tekið inn í þetta að það er bara verið að mæla mann út frá því sem skólakerfið telur mikilvægt. Stærðfræði, náttúrufræði og íslenska og hefðbundin fög, en ekkert um mannleg samskipti, fjármál, tilfinningastjórnun og fleira. Er ekki löngu kominn tími til að spyrja börnin okkar hvernig þeim finnst best að læra. Sumir vilja hlusta, aðrir tala og aðrir lesa. Ég hef aldrei getað lesið langar bækur, en ég get horft á myndbönd þar sem nákvæmlega það sama er kennt og ég get þulið það allt upp fyrir þig þegar myndbandið er búið. Ég upplifði það trekk í trekk að vera ekki nógu góð og upplifði mig alltaf eins og ég væri heimsk, en sem betur fer studdu foreldrar mínir alltaf við bakið á mér.“ Hún segist stolt af því sem hún hefur afrekað og man eins og í gær daginn þar sem henni leið fyrst eins og það væri komin alvara í reksturinn. „Ég hef svo oft hugsað til baka og ég man daginn sem ég seldi fyrir fyrstu milljónina mína. Ég man hvað mér fannst það magnað að selja fyrir meira en eina milljón á einum degi og ég hugsaði með mér að ég væri búin að ná toppnum. Þetta var fyrir nokkrum árum síðan og ég var í geðshræringarkasti yfir þessu öllu saman. En þarna var ég líka bara ein með krúttlegan lítinn rekstur, þannig að þó að ég velti núna meira en milljón á dag alla daga ársins er það líka vegna þess að ég þarf það. Núna er ég með 15-16 starfsmenn plús verktaka, auglýsingastofur, bókara og annað. Þannig að í dag er þessi upphæð í sölu beinlínis vegna þess að ég þarf þess til að halda þessari starfsemi gangandi á góðan hátt.” Hrökkva eða stökkva Gerður fann sig ekki í hefðbundnum skóla, en vissi að hún hefði vit á viðskiptum, sem nú hefur heldur betur reynst raunin. „Ég var komin á þann stað að þurfa að velja. Ég var rekin úr vinnunni minni fljótlega eftir að ég var byrjuð með Blush. Sá sem rak mig sagði mér að ég yrði að velja og þetta væri bara of mikið að ég væri í hvoru tveggja á sama tíma. Ég var líka einstæð móðir og sé núna að þetta var bara hárrétt og ég verð alltaf ævinlega þakklát þessum einstaklingi sem rak mig. Þarna kom þetta augnablik þar sem það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Þarna var þetta ekki orðið nógu stórt til að ég gæti lifað á þessu, en ég hafði svo mikla trú á hugmyndinni, þó að ég hafi ekki haft jafn mikla trú á sjálfri mér. Það var stanslaus rödd í hausnum á mér sem sagði við mig að ég væri ekki með menntun í þetta, að ég væri of ung, hver ég þættist eiginlega vera að ætla að fara að byrja með fyrirtæki. En ég hafði það mikla trú á hugmyndinni að það hjálpaði mér að halda þessu áfram. Svo þegar ég fór að vinna í að trúa meira á mig líka og gera markvissa hluti til að laga það, þá fór allt að blómstra og það gerðist svo hratt að ég eiginlega trúði því ekki.” Í þættinum ræða Gerður og Sölvi um viðskipti, ferðalög í framandi lönd, þægindaramma fólks og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Verslun Kynlíf Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Gerður, er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir að erfiðasti hjallinn við að byrja með rekstur á eigin fyrirtæki hafa verið áralanga skilyrðingu af því að vera ekki nógu góð í skóla. Hún hefur sterkar skoðanir á menntakerfinu. „Ég held ég hafi verið hrædd við það sem allir eru hræddir við, sem er að gera mistök og bregðast fólkinu í kringum mig. Ég fór í gegnum skólakerfið með þá tilfinningu að ég væri aldrei nógu góð. Ég átti erfitt með nám og kerfið er þannig að þér eru gefnar einkunnir og þú ert metin út frá því og ég var alltaf að valda sjálfri mér vonbrigðum. Ég var alltaf í C bekknum sem var fyrir tossana,“ segir Gerður og heldur áfram. Eigum að spyrja börnin „Það að skipta krökkum upp með þessum hætti eftir árangri í námi er eiginlega ofbeldi. Þetta eru viðkvæmustu árin. Geturðu ímyndað þér hvað það gerir fyrir sjálfstraust unglings sem er í mótun að honum sé sagt að hann sé ekki nógu góður og eigi að vera í C bekk? Niðurlægingin sem fylgir því að segja vinkonum sínum sem allar eru á leið í A bekk að maður verði ekki með þeim í bekk árið eftir af því að maður sé svo lélegur námsmaður. Svo er ekkert tekið inn í þetta að það er bara verið að mæla mann út frá því sem skólakerfið telur mikilvægt. Stærðfræði, náttúrufræði og íslenska og hefðbundin fög, en ekkert um mannleg samskipti, fjármál, tilfinningastjórnun og fleira. Er ekki löngu kominn tími til að spyrja börnin okkar hvernig þeim finnst best að læra. Sumir vilja hlusta, aðrir tala og aðrir lesa. Ég hef aldrei getað lesið langar bækur, en ég get horft á myndbönd þar sem nákvæmlega það sama er kennt og ég get þulið það allt upp fyrir þig þegar myndbandið er búið. Ég upplifði það trekk í trekk að vera ekki nógu góð og upplifði mig alltaf eins og ég væri heimsk, en sem betur fer studdu foreldrar mínir alltaf við bakið á mér.“ Hún segist stolt af því sem hún hefur afrekað og man eins og í gær daginn þar sem henni leið fyrst eins og það væri komin alvara í reksturinn. „Ég hef svo oft hugsað til baka og ég man daginn sem ég seldi fyrir fyrstu milljónina mína. Ég man hvað mér fannst það magnað að selja fyrir meira en eina milljón á einum degi og ég hugsaði með mér að ég væri búin að ná toppnum. Þetta var fyrir nokkrum árum síðan og ég var í geðshræringarkasti yfir þessu öllu saman. En þarna var ég líka bara ein með krúttlegan lítinn rekstur, þannig að þó að ég velti núna meira en milljón á dag alla daga ársins er það líka vegna þess að ég þarf það. Núna er ég með 15-16 starfsmenn plús verktaka, auglýsingastofur, bókara og annað. Þannig að í dag er þessi upphæð í sölu beinlínis vegna þess að ég þarf þess til að halda þessari starfsemi gangandi á góðan hátt.” Hrökkva eða stökkva Gerður fann sig ekki í hefðbundnum skóla, en vissi að hún hefði vit á viðskiptum, sem nú hefur heldur betur reynst raunin. „Ég var komin á þann stað að þurfa að velja. Ég var rekin úr vinnunni minni fljótlega eftir að ég var byrjuð með Blush. Sá sem rak mig sagði mér að ég yrði að velja og þetta væri bara of mikið að ég væri í hvoru tveggja á sama tíma. Ég var líka einstæð móðir og sé núna að þetta var bara hárrétt og ég verð alltaf ævinlega þakklát þessum einstaklingi sem rak mig. Þarna kom þetta augnablik þar sem það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Þarna var þetta ekki orðið nógu stórt til að ég gæti lifað á þessu, en ég hafði svo mikla trú á hugmyndinni, þó að ég hafi ekki haft jafn mikla trú á sjálfri mér. Það var stanslaus rödd í hausnum á mér sem sagði við mig að ég væri ekki með menntun í þetta, að ég væri of ung, hver ég þættist eiginlega vera að ætla að fara að byrja með fyrirtæki. En ég hafði það mikla trú á hugmyndinni að það hjálpaði mér að halda þessu áfram. Svo þegar ég fór að vinna í að trúa meira á mig líka og gera markvissa hluti til að laga það, þá fór allt að blómstra og það gerðist svo hratt að ég eiginlega trúði því ekki.” Í þættinum ræða Gerður og Sölvi um viðskipti, ferðalög í framandi lönd, þægindaramma fólks og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Verslun Kynlíf Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira