Taka skinkusamlokur af bílstjórum eftir Brexit Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 23:47 Eftir formlega útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og langt aðlögunarferli hafa nýjar reglur tekið gildi. Getty/Peter Boer Vegna nýs viðskiptasamnings Evrópusambandsins og Bretlands eftir Brexit er innflutningur einstaklinga á ýmsum vörum óheimill, til dæmis þeim sem innihalda kjöt eða mjólkurvörur. Þessum reglum hafa bílstjórar sem ferðast á milli fengið að finna fyrir. Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins. Brexit Bretland Holland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Hollensk sjónvarpsstöð náði myndböndum af landamæravörðum útskýra breyttar reglur fyrir bílstjórum frá Bretlandi. Einn þeirra hafði tekið með sér samlokur í álpappír og spurði landamæravörðurinn hvort kjöt væri í þeim. „Allt í lagi, þá tökum við þær allar,“ sagði vörðurinn eftir að bílstjórinn upplýsti að samlokurnar væru með skinku. Þegar bílstjórinn spurði hvort hann mætti í það minnsta halda brauðinu svaraði vörðurinn: „Nei, allt verður gert upptækt. Velkominn í Brexit herra minn, afsakaðu þetta.“ Next time people tell you there's no new friction at the borders because of Brexit, you can show them this Dutch TV clip of drivers being stopped and having their lunches confiscated. pic.twitter.com/B9eZfDWKFB— OwenAdamsYT (@OwenAdamsYT1) January 10, 2021 Nýjar reglur tóku gildi um áramótin eftir að aðlögunarferli Breta lauk formlega. Lengi vel var útlit fyrir að samningar myndu ekki nást milli Bretlands og Evrópusambandsins, en á aðfangadag var greint frá því að viðskiptasamningur væri á borðinu. Þá eru leiðbeiningar varðandi breyttar reglur eftir Brexit á heimasíðu umhverfisráðuneytis Bretlands, þar sem kemur fram að ekki megi taka með sér dýraafurðir með sér til landa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er tekið fram að það eigi einnig við um samlokur. Að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eru reglurnar nauðsynlegar til þess að koma í veg fyrir að sýklar berist með kjötvörum eða mjólkurafurðum sem gætu leitt til sjúkdóma hjá dýrum innan sambandsins.
Brexit Bretland Holland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira