Ríkisbankar, bankar í einkaeigu – Ríkisábyrgðir? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2021 08:01 Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú ætlar ríkið að selja Íslandsbanka en ætlar þó að eiga Landsbankann áfram. Það þarf varla að taka fram að ég hef áhyggjur af því að bankinn verði seldur á kostakjörum til vildarvina og að leikreglum verði á næstu árum hnikað til þannig að allri varfærni sé kastað út um gluggann í nafni viðskiptatækifæra. En það er annað sem ég er að hugsa þessa stundina og það er einmitt að ríkið ætlar að selja einn af bönkunum en ekki báða. Banki sem ríkið selur er kominn í einkahendur. Skuldbindingar bankans eru hans en ekki ríkisins að standa við. Svo hvað mun gerast ef og þegar næsta hörmung dynur yfir okkur Íslendinga og bankarnir standa á brauðfótum? Þegar næsta Icesave ber að garði? Mun ríkið ábyrgjast innistæður í Landsbankanum og leyfa Íslands- og Arionbanka að sjá um sig sjálfir? Eða mun vera gert vel við alla innistæðueigendur á kostnað skattgreiðenda? Ég á allaveganna erfitt að sjá fyrir mér að þáverandi forsætisráðherra muni senda út yfirlýsingu til hálfrar þjóðarinnar „Ykkur var nær, þið hefðuð átt að vera í Landsbankanum!“. Fáum við einhverja staðfestingu frá ríkisstjórninni þess eðlis að ekki verði veitt bönkum í einkaeigu nein ríkisábyrgð eða aðstoð? Í stjórnarsáttmálanum segir „Eignarhald ríkisins á fjármálafyrirtækjum er það umfangsmesta í Evrópu og vill ríkisstjórnin leita leiða til að draga úr því. Ljóst er þó að ríkissjóður verður leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálastofnun“. Það þýðir að stefnan er ekki sett á að einkavæða allt kerfið aftur, Landsbankanum á að halda hjá ríkinu. En hver er þá hugsunin á bak við kerfið. Ég er ekki að tala um hugsunina að það sé flott að fá nokkra aura í kassann akkurat núna, ég er að tala um til langtíma. Af hverju að hafa bankakerfi sem er sirka þriðjung í ríkisrekstri og rest í einkarekstri? Er hugsunin að hafa einn ríkisbanka til að veita einkareknu bönkunum smá aðhald í okrinu? Er hugsunin kannski að við viljum ríkisbanka og að ríkið muni alltaf á endanum hlaupa undir bagga en það sé samt vissara að leyfa nokkrum vel völdum að græða svoldið líka? Af hverju þetta hálfkák? Er ekki nær að ákveða hvort okkur finnist að bankastarfsemi (ekki fjárfestingabanka) sé grunnþjónusta sem við viljum að sé í öruggum höndum hjá ríkinu eða ekki? Við erum búin að prufa að einkavæða allt bankakerfið og ákváðum þegar á hólminn var komið að ríkið skildi heldur betur borga brúsann. Nú er komið að umferð tvö, samt bara að tveim þriðju leiti. Allaveganna svona fyrst um sinn. Höfundur er Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun