Kaþólska kirkjan byrjar messuhald á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Vísir/Sigurjón Kaþólska kirkjan á Íslandi hyggst hefja messuhald á ný þegar breyttar samkomutakmarkanir taka gildi á morgun. Messum á vegum kirkjunnar var aflýst í byrjun mánaðar eftir að of margir komu þar saman í að minnsta kosti tvígang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu. Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu.
Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50