Sögur af hversdaglegum atburðum í lífi fólks í hinum ýmsu minnihlutahópum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. janúar 2021 08:00 Marta aðalleikkona þáttanna segir að það sé mikilvægt að fjölbreytni samfélagsins endurspeglist í afþreyingarefni eins og þáttunum Norms. Norms Á morgun verður frumsýnd ný íslensk vefsería sem kallast Norms. Þættirnir eru sex talsins og voru teknir upp í Reykjavík og í Berlín. Um er að ræða stutta þætti sem eru samtals um klukkustund að lengd. „Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin áfram af hvatvísi og sjálfseyðingarhvöt setur hún allt á hliðina, eyðileggur sambandið við unnustu sína og missir vinnuna. Til að flýja sjálfa sig og slúðrið í litla samfélaginu flytur hún ein síns liðs til Berlínar sem oft er kölluð borg hinna týndu. En vandamálin elta hana líka þangað. Hún reynir að endurskilgreina sjálfa sig og hefja nýtt líf á nýjum slóðum en hún finnur að fortíðin leitar hana uppi og áttar sig loks á að hjarta hennar varð mögulega eftir heima á Íslandi.“ Þættirnir eru samsuða af drama og kómedíu og með aðalhlutverk fer Marta Sveinbjörnsdóttir sem hin týnda, klaufalega en afar kunnuglega Sara. Þættina skrifar Sólveig Johnsen og þeim er leikstýrt af Júlíu Margréti Einarsdóttur. Báðar eru ungir listamenn sem hafa stigið sín fyrstu skref í íslenskum bókmenntaheimi. Sagan af því sem sameinar þau „Það er algjör ástríða okkar sem hóps að segja þessar sögur sem eru bara ekki sagðar nógu oft. Norms fjallar um hversdaglega atburði í lífi fólks sem tilheyrir hinum ýmsu minnihlutahópum. En í okkar þáttum, þrátt fyrir að hetjurnar okkar eigi sér ólíkan bakgrunn hvað varðar trú, kynþátt og kynhneigð til dæmis, erum við ekki að fókusa á hvað gerir þau ólík eða hvernig þau tilheyra minnihluta. Þetta er sagan af því sem sameinar þau, og sameinar okkur öll sem manneskjur.“ RVK Feminist Film Festival tók ákvörðun um að vera með sérflokk fyrir vefseríur til þess að geta frumsýnt þættina á hátíðinni. Júlía Margrét sem er rithöfundur og menntuð í handritaskrifum, þakkar hátíðinni fyrir hugrekkið og stuðninginn en þetta er fyrsta þáttaröðin sem hún leikstýrir. Ástríða hópsins er að segja sögur sem eru ekki sagðar nógu oft.Norms Lítið stressuð á tökustað Marta segir í samtali við Vísi að sérstaða Norms felist meðal annars í því að margar sögupersónur þáttanna eru hinsegin. „Það var mjög gaman að leika í þessu verkefni og fyrst og fremst er ég þakklát fyrir allt frábæra fólkið sem var að leika með mér og auðvitað þau sem komu að framleiðslunni sjálfri. Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð í tökunum sjálfum, það var enginn tími til þess. En ég var búin að hafa mjög góðan tíma í undirbúning og var í raun búin að taka þátt í hugmyndavinnunni og öllu ferlinu frá upphafi. Tökurnar sjálfar tóku svo ekki langan tíma en það var mjög mikil keyrsla, og allt á fullu heilu og hálfu sólarhringana. En þrátt fyrir tvær erfiðar vikur gekk nú allt bara vonum framar.“ Hún segist eiga eitthvað sameiginlegt með persónunni Söru, en annað sé þveröfugt. „Það eina sem mér dettur í hug er kannski þessi þrá til að skoða heiminn og leggja meiri áherslu á listsköpun heldur en ég finn mér tíma í. Held svo að ég hafi alveg getað speglað mig í öllu klúðrinu hjá henni og haft samúð með karakterum þrátt fyrir að hafa ekki beint verið í sömu aðstæðum,“ útskýrir Marta. Flugu strax heim aftur „Við erum semsagt hópur af skapandi fólki í Reykjavík og Berlín með sérstakan áhuga á kvikmyndagerð og fengum styrk frá Evrópu unga fólksins til þáttagerðarinnar. Kveikjan að handritinu varð til í sumarbústaðaferð kvenkyns meðlima hópsins um haustið 2018, tökur fóru fram haustið 2019 en svo seinkaði eftirvinnslunni um nokkra mánuði. Ég var þess vegna hluti af því að verkefnið varð til og var búin að vinna með þeim áður og stofna Lost Shoe Collective, sem er nú orðið að litlu framleiðslufyrirtæki. Okkur langaði einfaldlega að fá reynslu og búa okkur til tækifæri til að gera það sem við höfum gaman að, sem er að segja sögur og skapa myndheima og þannig.“ Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík og í Berlín.Norms Það var heimsfaraldurinn sem breytti tímalínunni á verkefninu enda breyttist allt mjög hratt á vormánuðunum varðandi ferðalög og dvöl erlendis. „Aðallega þannig að við þurftum að seinka því að leggja lokahönd á þá og frumsýna hálfu ári seinna en stefnan var upphaflega. Höfum þurft að reiða okkur mikið á online samskipti. Það er svo kannski grátbroslegt að segja frá því að við vorum öll búin að fljúga út til Berlínar daginn áður en landamærum var alls staðar lokað í mars á síðasta ári. Við ætluðum að hafa vinnuviku og klára sem mest af eftirvinnslunni saman en lentum í meiriháttar panikki og flugum strax heim aftur. Ég er sem stendur í Barcelona á meðan ég er að klára nám í mannfræði og er komin með ágætis heimþrá. Það var þess vegna kærkomið að ná kvöldmat, þó ekki væri meira, með góðum vinum og samstarfsfólki frá Íslandi áður en við fórum heim í sóttkví.“ Konur í meirihluta Hópurinn er einstaklega þakklátur Erasmus skrifstofunni og öllum þeim sem komu að verkefninu með þeim. Marta segir að það sé sér mjög mikilvægt að fjölbreytni samfélagsins endurspeglist í afþreyingarefni eins og Norms. „Sérstaða þáttanna er helst að persónurnar eru ekki endilega þær stereótýpur sem sjást oftast í sjónvarpi og kvikmyndum. Söguhetjan er hinsegin, án þess að þættirnir snúist neitt sérstaklega um það. Yfirmaðurinn er kvenkyns, og konur í meirihluta - bæði sögupersónur og við framleiðsluna sjálfa.“ Aðalpersónan klæðist fatnaði sem er sérvalinn á hinum þekktu „second hand“ fatamörkuðum Berlínar. Tónsmíðar spútnik tónlistarkonunnar Gaby DeSpain og Unnar Andreu framleiðanda eru mikilvægur hluti af sögusviðiðinu og er í takt við nútímalegan ungmennakúltúr í Reykjavík og Berlín. „Ég mæli sérstaklega með tónlistinni í þáttunum sem þær Gaby DeSpain og Unnur Andrea voru svo ótrúlega góðar að leyfa okkur að nota,“ segir Marta. Eftir frumsýningu verða þættirnir gefnir út á stafrænum vettvangi. Hægt verður að fylgjast með Norms á Facebook og á Instagram sem @norms.webseries. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin áfram af hvatvísi og sjálfseyðingarhvöt setur hún allt á hliðina, eyðileggur sambandið við unnustu sína og missir vinnuna. Til að flýja sjálfa sig og slúðrið í litla samfélaginu flytur hún ein síns liðs til Berlínar sem oft er kölluð borg hinna týndu. En vandamálin elta hana líka þangað. Hún reynir að endurskilgreina sjálfa sig og hefja nýtt líf á nýjum slóðum en hún finnur að fortíðin leitar hana uppi og áttar sig loks á að hjarta hennar varð mögulega eftir heima á Íslandi.“ Þættirnir eru samsuða af drama og kómedíu og með aðalhlutverk fer Marta Sveinbjörnsdóttir sem hin týnda, klaufalega en afar kunnuglega Sara. Þættina skrifar Sólveig Johnsen og þeim er leikstýrt af Júlíu Margréti Einarsdóttur. Báðar eru ungir listamenn sem hafa stigið sín fyrstu skref í íslenskum bókmenntaheimi. Sagan af því sem sameinar þau „Það er algjör ástríða okkar sem hóps að segja þessar sögur sem eru bara ekki sagðar nógu oft. Norms fjallar um hversdaglega atburði í lífi fólks sem tilheyrir hinum ýmsu minnihlutahópum. En í okkar þáttum, þrátt fyrir að hetjurnar okkar eigi sér ólíkan bakgrunn hvað varðar trú, kynþátt og kynhneigð til dæmis, erum við ekki að fókusa á hvað gerir þau ólík eða hvernig þau tilheyra minnihluta. Þetta er sagan af því sem sameinar þau, og sameinar okkur öll sem manneskjur.“ RVK Feminist Film Festival tók ákvörðun um að vera með sérflokk fyrir vefseríur til þess að geta frumsýnt þættina á hátíðinni. Júlía Margrét sem er rithöfundur og menntuð í handritaskrifum, þakkar hátíðinni fyrir hugrekkið og stuðninginn en þetta er fyrsta þáttaröðin sem hún leikstýrir. Ástríða hópsins er að segja sögur sem eru ekki sagðar nógu oft.Norms Lítið stressuð á tökustað Marta segir í samtali við Vísi að sérstaða Norms felist meðal annars í því að margar sögupersónur þáttanna eru hinsegin. „Það var mjög gaman að leika í þessu verkefni og fyrst og fremst er ég þakklát fyrir allt frábæra fólkið sem var að leika með mér og auðvitað þau sem komu að framleiðslunni sjálfri. Það kom mér á óvart hvað ég var lítið stressuð í tökunum sjálfum, það var enginn tími til þess. En ég var búin að hafa mjög góðan tíma í undirbúning og var í raun búin að taka þátt í hugmyndavinnunni og öllu ferlinu frá upphafi. Tökurnar sjálfar tóku svo ekki langan tíma en það var mjög mikil keyrsla, og allt á fullu heilu og hálfu sólarhringana. En þrátt fyrir tvær erfiðar vikur gekk nú allt bara vonum framar.“ Hún segist eiga eitthvað sameiginlegt með persónunni Söru, en annað sé þveröfugt. „Það eina sem mér dettur í hug er kannski þessi þrá til að skoða heiminn og leggja meiri áherslu á listsköpun heldur en ég finn mér tíma í. Held svo að ég hafi alveg getað speglað mig í öllu klúðrinu hjá henni og haft samúð með karakterum þrátt fyrir að hafa ekki beint verið í sömu aðstæðum,“ útskýrir Marta. Flugu strax heim aftur „Við erum semsagt hópur af skapandi fólki í Reykjavík og Berlín með sérstakan áhuga á kvikmyndagerð og fengum styrk frá Evrópu unga fólksins til þáttagerðarinnar. Kveikjan að handritinu varð til í sumarbústaðaferð kvenkyns meðlima hópsins um haustið 2018, tökur fóru fram haustið 2019 en svo seinkaði eftirvinnslunni um nokkra mánuði. Ég var þess vegna hluti af því að verkefnið varð til og var búin að vinna með þeim áður og stofna Lost Shoe Collective, sem er nú orðið að litlu framleiðslufyrirtæki. Okkur langaði einfaldlega að fá reynslu og búa okkur til tækifæri til að gera það sem við höfum gaman að, sem er að segja sögur og skapa myndheima og þannig.“ Þættirnir eru teknir upp í Reykjavík og í Berlín.Norms Það var heimsfaraldurinn sem breytti tímalínunni á verkefninu enda breyttist allt mjög hratt á vormánuðunum varðandi ferðalög og dvöl erlendis. „Aðallega þannig að við þurftum að seinka því að leggja lokahönd á þá og frumsýna hálfu ári seinna en stefnan var upphaflega. Höfum þurft að reiða okkur mikið á online samskipti. Það er svo kannski grátbroslegt að segja frá því að við vorum öll búin að fljúga út til Berlínar daginn áður en landamærum var alls staðar lokað í mars á síðasta ári. Við ætluðum að hafa vinnuviku og klára sem mest af eftirvinnslunni saman en lentum í meiriháttar panikki og flugum strax heim aftur. Ég er sem stendur í Barcelona á meðan ég er að klára nám í mannfræði og er komin með ágætis heimþrá. Það var þess vegna kærkomið að ná kvöldmat, þó ekki væri meira, með góðum vinum og samstarfsfólki frá Íslandi áður en við fórum heim í sóttkví.“ Konur í meirihluta Hópurinn er einstaklega þakklátur Erasmus skrifstofunni og öllum þeim sem komu að verkefninu með þeim. Marta segir að það sé sér mjög mikilvægt að fjölbreytni samfélagsins endurspeglist í afþreyingarefni eins og Norms. „Sérstaða þáttanna er helst að persónurnar eru ekki endilega þær stereótýpur sem sjást oftast í sjónvarpi og kvikmyndum. Söguhetjan er hinsegin, án þess að þættirnir snúist neitt sérstaklega um það. Yfirmaðurinn er kvenkyns, og konur í meirihluta - bæði sögupersónur og við framleiðsluna sjálfa.“ Aðalpersónan klæðist fatnaði sem er sérvalinn á hinum þekktu „second hand“ fatamörkuðum Berlínar. Tónsmíðar spútnik tónlistarkonunnar Gaby DeSpain og Unnar Andreu framleiðanda eru mikilvægur hluti af sögusviðiðinu og er í takt við nútímalegan ungmennakúltúr í Reykjavík og Berlín. „Ég mæli sérstaklega með tónlistinni í þáttunum sem þær Gaby DeSpain og Unnur Andrea voru svo ótrúlega góðar að leyfa okkur að nota,“ segir Marta. Eftir frumsýningu verða þættirnir gefnir út á stafrænum vettvangi. Hægt verður að fylgjast með Norms á Facebook og á Instagram sem @norms.webseries.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira