Hefur barist fyrir lífi sínu í þrjú ár: Sprelllifandi úrskurðuð látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 18:48 Pexels/mali maeder Frönsk kona hefur freistað þess í þrjú ár að sannfæra yfirvöld um að hún sé sannarlega á lífi eftir að hún var úrskurðuð látin án þess að gögn þess efnis væru lögð fram. Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá. Frakkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Málið er allt hið undarlegasta en má rekja til deilna við fyrrverandi starfsmann. Þannig er að árið 2004 var Jeanne Pouchain, 58 ára, gert að greiða viðkomandi starfsmanni skaðabætur eftir ólögmæta uppsögn. Þar sem málið var sótt gegn fyrirtækinu en ekki Pouchain sjálfri var niðurstöðunni ekki framfylgt. Árið 2016 taldi áfrýjunardómstóll að Pouchain væri látin og skipaði eiginmanni hennar og syni að greiða bæturnar. Ári síðar tilkynnti starfsmaðurinn dómstólnum sem felldi upphaflega dóminn að erindum til Pouchain hefði ekki verið svarað og hún væri látin. Í kjölfarið virðist dómstóll hafa úrskurðað Pouchain látna en hún hvarf að minnsta kosti úr opinberum gögnum og gat upp frá því ekki notað nafnskírteinið sitt né ökuskírteini og fékk ekki aðgang að bankareikningum né sjúkratryggingum. Hver stóð fyrir meintu andláti? Pouchain sagði í samtali við blaðamenn að lögmaður hennar hafði haldið að það yrði lítið mál að fá andlátsúrskurðinum snúið, þar sem læknir hefði staðfest að hún væri jú sannarlega á lífi. Það reyndist hins vegar ekki raunin. „Þetta er ótrúleg saga,“ segir lögmaðurinn, Sylvain Cormier. „Ég trúði þessu ekki. Ég hefði aldrei haldið að dómari myndi úrskurða einhvern látinn án vottorðs. En [starfsmaðurinn] sagði að Pouchain væri látin, án þess að leggja fram nein sönnunargögn og allir trúðu henni. Enginn athugaði það.“ Pouchain hefur sakað starfsmanninn um að skálda dauðsfallið til að geta sótt bæturnar í dánarbú hennar. Lögmaður starfsmannsins segir Pouchain hins vegar sjálfa hafa staðið fyrir því að koma sér fyrir kattarnef, til að þurfa ekki að greiða bæturnar. „Ég er ekkert,“ kvartar Pouchain, sem hefur engin gögn til að sanna að hún sé lifandi. „Það er kominn tími til að einhver segi stopp,“ segir hún. „Amma eiginmannsins míns er 102 ára... hún hefur lifað margt, meðal annars stríðið, en hún segir að hún hafi aldrei upplifað neitt jafn erfitt og ég hef upplifað.“ Guardian sagði frá.
Frakkland Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira