Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 13. janúar 2021 07:14 Liz Cheney er í hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Hún er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney. Getty Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Demókratar reyndu í fyrstu að fá Mike Pence varaforseta til að virkja 25. grein stjórnarskrárinnar og koma Trump þannig frá völdum en Pence lýsti því yfir í gær að það myndi hann ekki gera. Nú stendur því til að ákæra Trump, öðru sinni, fyrir brot í embætti. Í raun þurfa Demókratar ekki á stuðningi Repúblikana í fulltrúadeildinni að halda því þar eru þeir með meirihluta, en svo virðist sem þónokkrir þeirra ætli samt sem áður að slást í hópinn með Demókrötum og samþykkja að ákæra forsetann. Liz Cheney bættist í hópinn í gærkvöldi en hún er hópi valdamestu Repúblikananna í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Cheney, sem er dóttir fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, hét því að greiða atkvæði með tillögunni um ákæru og segir hún að aldrei áður í sögu landsins hafi forseti brotið eins alvarlega gegn stjórnarskrá landsins og gegn sjálfu forsetaembættinu. Cheney sakar Trump um að bera höfuðábyrgðina á því að ráðist var inn í þinghúsið á dögunum þar sem fimm létu lífið. Tveir aðrir fulltrúadeildarþingmenn, John Katko og Adam Kinzinger, hafa einnig sagst ætla að greiða atkvæði með ákærunni. Trump sjálfur hélt ræðu í gær þar sem hann hafnaði því að bera nokkra ábyrgð á óeirðunum og kallaði tilraunir Demókrata til að koma honum frá völdum nornaveiðar. Verði samþykkt að ákæra forsetann í fulltrúadeildinni mun málið færast til öldungadeildarinnar þar sem réttað verður yfir forsetanum, að því gefnu að það verði samþykkt. Þar eru Repúblikanar nú í meirihluta, en Demókratar ná þar völdum þann 20. janúar næstkomandi.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16
Segist enga ábyrgð bera Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir gífurlega reiði í Bandaríkjunum vegna þess að fulltrúadeild þingsins undirbúi að kæra hann aftur fyrir embættisbrot. Að þessu sinni er verið að kæra hann fyrir að hvetja fólk til uppreisnar. 12. janúar 2021 18:05