Solskjær: Gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2021 09:31 Ole Gunnar Solskjær fagnar Paul Pogba eftir að franski landsliðsmaðurinn hafði tryggt Manchester United öll þrjú stigin. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær er búinn að koma liði Manchester United á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í langan tíma og næst á dagskrá er heimsókn til Englandsmeistara Liverpool um næstu helgi. Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Manchester United náði tryggja stiga forskoti á Liverpool eftir 1-0 útisigur á Burnley í gærkvöldi en Paul Pogba skoraði eina mark leiksins. Þetta er í fyrsta sinn frá 2012-13 tímabilinu þar sem United situr í toppsætinu eftir áramót. „Við erum að verða betri og betri. Við erum í góðri stöðu. Það mun samt enginn muna eftir töflunni frá 12. janúar. Sunnudagurinn er próf á bæði karakter og gæðum liðsins. Við hlökkum til,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Manchester United 'excited and hungry' for summit meeting with Liverpool https://t.co/S2cnieuLTq— Guardian sport (@guardian_sport) January 13, 2021 „Við erum að fara í próf á móti sönnum meisturum og langbesta liði deildarinnar í langan tíma. Við erum tilbúnir, spenntir og hungraðir. Við gætum ekki mætt á Anfield á betri tíma,“ sagði Solskjær. Á sama tíma og Manchester United hefur unnið hvern leikinn á fætur öðrum þá hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool liðinu. Stuðningsmenn Manchester United hafa þurft að bíða lengi eftir Paul Pogba en nú er hann farinn að spila eins og hann á að sér á ný. Pogba var hetja liðsins í gærkvöldi. We know it s going to be hard, what a three and a half seasons Liverpool have had, but we re ready and hungry. We couldn t have asked for a better time to go there." Ole Gunnar Solskjaer has his sights set on Liverpool @LukeEdwardsTele (4/5) https://t.co/GsmWYQMtPD— Telegraph Sport (@TelegraphSport) January 13, 2021 „Við erum að sjá bestu útgáfuna af Pogba þessa dagana. Paul hefur verið meiddur og hann þurfti tíma til að komast aftur í sitt besta form. Ég hef alltaf sagt það að Paul sé mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hann er líka öflugur karakter í búningsklefanum,“ sagði Solskjær. Manchester United hefur ekki fagnað sigri á Anfield í fimm ár. „Við förum fullir sjálfstrausts inn í leikina okkar núna. Við höfum staðið okkur mjög vel á útivelli. Við þurfum að trúa á okkur sjálfa sem og við gerum. Þetta eru góðir tímar,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira