Búist við nýjum reglum á landamærunum innan nokkurra daga Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2021 19:21 Sóttvarnalæknir segir þann fjölda sem greinst hafi á landamærunum að undanförnu endurspegla útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í öðrum löndum. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar sóttvarnareglur við landamærin á næstu dögum. Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Undanfarna daga og vikur hefur nokkur fjöldi fólks greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Í gær greindust til að mynda tuttugu og sex einstaklingar en þá komu þrjár flugvélar til landsins frá Varsjá, Kaupmannahöfn og Riga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga þessarra einstaklinga ekki endilega með virkt smit, heldur gamalt. „En þetta náttúrlega speglar útbreiðslu faraldursins erlendis. Það er mikil útbreiðsla þar. Þess vegna smitast margir á ferðalagi í útlöndum og koma heim með veiruna. Annað hvort veikjast í útlöndum eða koma heim með veiruna,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason hefur skilað nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra eftir að efasemdir komu fram um að tillaga hans um að skylda fólk sem ekki vill fara í tvöfalda skimun til að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi.Vísir/Vilhelm Aðallega sé um fólk með íslenska kennitölu og þá búsett hér að ræða. „En ríkisfang þessa fólks getur verið mismunandi. Það eru flestir Íslendingar. Það eru mjög margir Pólverjar í þessu hópi og önnur þjóðerni líka. Þess vegna er mjög mikilvægt að við höfum gott skipulag á skimunum og öðru slíku á landamærunum. Þær skimanir sem hafa verið í gangi hafa algerlega sannað gildi sitt,“ segir sóttvarnalæknir. Án þessara skimana væri ástandið hér mun verra. Efasemdir eru uppi um lagastoð fyrir tillögu Þórólfs til heilbrigðisráðherra um að skylda þá sem ekki velja tvær skimanir við komuna til landsins að fara í tveggja vikna sóttkví í sóttvarnarhúsi. „Þannig að þá þarf ég bara að koma með nýjar tillögur til að reyna að skerpa enn frekar á því að við lágmörkum áhættuna á smiti hingað inn. Það er verkefni dagsins í dag,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Almannavarnir Tengdar fréttir Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50 Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. 13. janúar 2021 15:50
Sex greindust innanlands og 26 á landamærum Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír ekki. 26 greindust á landamærum. 13. janúar 2021 10:59