Í ávarpinu fordæmdi hann þá sem réðust inn í þinghúsið í höfuðborginni Washington og sagði þá ekki eiga heima í hópi stuðningsmanna sinna. Nú þurfi menn að sýna stillingu og ná samtali á milli fylkinga í stað ofbeldisverka.
Forsetinn fráfarandi segir að þeir sem fremstir fóru í flokki muni svara til saka fyrir gjörðir sínar, en fimm létu lífið í átökunum, þar á meðal lögreglumaður.
— The White House (@WhiteHouse) January 13, 2021
Trump sagði árásina ganga þvert gegn öllu því sem hann standi fyrir og því hafi árásarmennirnir ekki verið raunverulegir stuðningsmenn hreyfingarinnar, eins og hann orðaði það.
Ræða Trumps birtist skömmu eftir að fulltrúadeildin samþykkti að ákæra Trump fyrir að hvetja til árásarinnar á þinghúsið en forsetinn vék ekki orði að því í ræðu sinni.