Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa mæst oft á knattspyrnuvellinum og barist um flest einstaklingsverðlaun fótboltans mörgum sinnum. Þeir hefðu getað orðið liðsfélagar á táningsaldri. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona. Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira