Barcelona gat fengið Cristiano Ronaldo á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 08:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa mæst oft á knattspyrnuvellinum og barist um flest einstaklingsverðlaun fótboltans mörgum sinnum. Þeir hefðu getað orðið liðsfélagar á táningsaldri. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hefðu getað spilað saman hjá Barcelona ef marka má orð fyrrum forseta Barcelona. Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, hefur nú sagt frá því að Barcelona hafi verið boðið Cristiano Ronaldo áður en Ronaldo fór til Manchester United. Við erum að tala um sumarið 2003 og Cristiano Ronaldo er átján ára leikmaður Sporting. Barca hefði fengið strákinn á tilboðsverði og á betri verði en Manchester United. Barcelona hafnaði þessu boði þar sem liðið var sama sumar að kaupa Ronaldinho frá PSG en Brasilíumaðurinn var síðan tivsvar kosinn bestur í heimi sem leikmaður Barcelona. Manchester United vildi líka fá Ronaldinho en í staðinn fór Cristiano Ronaldo þangað. United menn kvarta eflaust ekki yfir þeirri þróun mála. Joan Laporta has revealed that the club were offered Cristiano Ronaldo before he signed for Manchester United - but rejected the player because of Ronaldinho.https://t.co/L2xOwXeZQ4— SPORTbible (@sportbible) January 14, 2021 „Við vorum að ganga frá kaupunum á Ronaldinho og Rafa Marquez,“ sagði Joan Laporta í viðtali sem Marca sagði frá. „Fólkið hans Marquez mælti með því að við keyptum líka Cristiano Ronaldo. Hann var hjá Sporting Clube á þessum tíma,“ sagði Laporta. „Einn af umboðsmönnum hans sagði okkur að þeir væru með leikmann sem þeir ætluðu að selja Manchester United fyrir nítján milljónir evra en að þeir væru til í að selja okkur hann fyrir sautján milljónir evra,“ sagði Laporta. „Við höfðum þegar fjárfest í Ronaldinho á þessum tíma og Cristiano Ronaldo spilaði meira út á kanti en fyrir miðju á þessum tíma,“ sagði Joan Laporta. How great would have Ronaldo and Messi have been in the same team? https://t.co/QQJI5PJ2VP— talkSPORT (@talkSPORT) January 14, 2021 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefðu því getað spilað saman hjá Barcelona og að auki hefði Ronaldinho verið með þeim. Eftiráhyggja þá hefði þetta verið ein svakalegast framlína sögunnar en á þessum tíma þá var Ronaldo bara táningur og Messi ekki kominn inn í aðallið Börsunga. Ronaldinho hjálpaði Barcelona að vinna Meistaradeildina árið 2006 og vann Ballon d'Or, Ronaldo gerði það sama hjá Manchester United árið 2008. Árið 2009 keypti Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo frá United og gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims. Lionel Messi tók síðan við krúnunni af Ronaldinho og hefur átt ótrúlega sigursælan og glæsilegan feril hjá Barcelona.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira