Segir smitin ekki dæmi um vanrækslu heldur árvekni starfsfólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 10:39 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og formaður farsóttarnefndar, segir að það taki um sólarhring að átta sig nákvæmlega á stöðunni eftir að smit greindist á blóð- og krabbameinsdeild í gærkvöldi. Hann segir stöðuna býsna góða. „Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
„Við lokuðum deildinni fyrir innlögnum og erum búin að flytja sjúklinginn inn á smitsjúkdómadeild í einangrun. Nú höfum við stofnað til skimunar á öllu starfsfólkinu sem hefur komið að þessum einstaklingi og sjúklingum á deildinni. Niðurstöður þeirrar skimunar sennilega ekki fyrr en um þrjúleytið í dag,“ segir Már í samtali við fréttastofu. Tvö smit hafa komið upp á Landspítalanum í þessari viku; hitt greindist á þriðjudag á hjartadeild en í því tilfelli var smitið gamalt. Aðspurður hvort eitthvað megi leggja út af því að það komi upp tvö smit á spítalanum með svo skömmu millibili segir Már svo ekki vera. „Ekki annað en það að fólk er árvökult og við höfum ákveðnar vinnureglur varðandi flutning til dæmis á milli þjónustustiga í okkar kerfi. Svo er þetta líka klínískt mat, eins og í dæmi þessa einstaklings sem hér um ræðir þá er þetta klínískt mat sem leiðir til þess að þetta er greint. En þetta eru tveir óháðir atburðir og með sitthvoru laginu, þeir eru alls ótengdir og eru í raun ekki neinir palladómar eða neitt dæmi um einhverja vanrækslu eða eitthvað slíkt heldur meira dæmi um árvekni starfsfólksins að greina þetta,“ segir Már. Hann segir að vel hafi gengið að vinna úr smitinu á krabbameinsdeildinni. Viðbrögð við lokun deildar, skimun sjúklinga og starfsfólks hafi verið fumlaus. „Það tekur okkur sólarhring að átta okkur nákvæmlega á stöðu máls. Alveg eins og með hjartadeildina þá lá fyrir á innan við sólarhring hvers kyns var. Við erum með sama viðbragðið á þessari krabbameinsdeild. Hluti fólksins er í sóttkví, þeir sem taldir eru hafa verið útsettir á meðan við bíðum eftir niðurstöðunum og svo munum við taka afstöðu í ljósi þeirra gagna sem berast okkur næstu klukkutímana,“ segir Már. Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær þar sem sjúklingurinn hafði á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira