Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara? Líf Magneudóttir skrifar 14. janúar 2021 13:00 Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Reykjavík Borgarstjórn Loftslagsmál Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku birtum við í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur drög að vinnu stýrihóps um endurskoðun aðgerðaráætlunar í loftslagsmálum. Drögin eru afrakstur rúmlega árs samvinnu og víðtæks samráðs um nýja stefnu Reykjavíkurborgar til að stemma stigu við loftslagsógninni og ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi. Nokkrar yfirgripsmiklar og nýjar aðgerðir hafa litið dagsins ljós í stefnunni og stendur til að herða enn frekar á öðrum sem þegar eru í farvegi og framkvæmd. Í drögum að stefnunni er aðgerðunum skipt í sex meginmarkmið: Gönguvæn borg, Orkuskipti, Heilsueflandi samgöngur, Hringrásarhugsun, Vistvæn mannvirki og Kolefnisbinding. Þar fyrir utan eru gegnumgangandi og aðrar samverkandi aðgerðir sem ná þvert á meginmarkmiðin og varða rekstur Reykjavíkurborgar, aðlögun að loftslagsbreytingum og vitundarvakningu og nýsköpun í málaflokknum. Það hefur lengi verið ljóst að stjórnvöld alls staðar í heiminum bera stærstu ábyrgðina á hvernig til tekst við að bjarga lífríkinu úr krumlum ágangs og mengunar. Það að þau setji sér stefnu og markmið og samþykki yfirlýsingar er auðvitað mikilvægt en eftirleikurinn af því skilur á milli feigs og ófeigs. Í drögum að þeirri stefnu sem verður rædd á borgarstjórnarfundi n.k. þriðjudag er boginn spenntur hátt enda megum við engan tíma missa. Verkefnið sem við erum með í fanginu er orðið að kapphlaupi við tímann og yfirvofandi og orðnar hamfarir. Til að ná umtalsverðum árangri í baráttunni þurfum við m.a. að fletta upp malbiki og endurheimta náttúruna í borginni. Við þurfum líka að hætta að moka auðlindum ofan í holu og verða nýtnari og nægjusamari. Að sama skapi má hvergi slá af þeim kröfum að öll uppbygging og endurskipulagning borgarinnar leiði af sér afar lítið eða ekkert sótspor, s.s. með uppbyggingu kolefnishlutlausra og vistvænna mannvirkja og samgönguæða. Það er líka ófrávíkjanlegt forgangsmál að skapa borg þar sem ekkert okkar þarf að nota mengandi fararskjóta til að sinna daglegum verkum. Eins bætir það heilsu fólks að hreyfa sig á milli staða og ganga sem mest fyrir eigin orku þannig að ávinningurinn af gönguvænni borg sem býður upp á fjölbreytta vistvæna ferðamáta er einnig ótvírætt lýðheilsumál. Hér eru aðeins dregin upp nokkur sýnishorn af þeim aðgerðum sem má finna og kynna sér í drögum að nýrri loftslagsáætlun sem eiga það sammerkt að ná kolefnishlutleysi Reykjavíkur árið 2040. Ég vona að allir borgarbúar gefi sér tíma til að kynna sér þau og þær aðgerðir sem þar eru boðaðar. Allri rýni og e.t.v. viðbótartillögum má síðan koma á framfæri með því að senda skeyti á usk@reykjavik.is til 22. janúar. Áratugur róttækra aðgerða í loftslagsmálum og í þágu umhverfisverndar og lífríkis ber nú að dyrum og kemur til með að setja varanlegt og lífvænlegt spor sitt á líf okkar og borgarsamfélagið. Við hljótum öll að fagna því og hleypa breytingunum inn. Áætlunina má finna hér: Loftslagsáætlun 2021-2025. Höfundur er formaður stýrihóps um endurskoðun Loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun