Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 19:20 Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. Fram hefur komið að stjórnvöld telji ekki lagastoð fyrir því að setja reglugerð sem þvingi fólk sem kemur til landsins til að fara í fjórtán daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hins vegar eru þessar heimildir í frumvarpi um breytingar á sóttvarnalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í álitsgerð Doktor Páls Hreinssonar til forsætis- og heilbrigðisráðherra í september segir að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að stjórnvöld geti ekki án sérstakrar lagaheimildar tekið ákvörðun um að beita mann þvingunarúrræðum þegar ákvarðanir þeirra sé ekki virtar. Dr. Páll Hreinsson skilaði forsætis- og heilbrigðisráðherra álitsgerð um lagastoð þvingunaraðgerða hinn 20. september.Stöð 2 „Þótt stjórnvald hafi á hinn bóginn heimild til þess að taka íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann jafngildir það því hins vegar ekki að stjórnvaldið geti tekið ákvörðun um að beita borgarann þvingunarúrræðum til að knýja fram hlýðni hans við ákvörðunina,“ segir í álitsgerðinni, Til þess þurfi skýra heimild í lögum. Skorti stjórnvald lagaheimild til að beita málsaðila þvingunarúrræðum verði það ekki gert á annan hátt en með málssókn og síðan aðför á grundvelli dóms. Þá segir: „Við setningu reglugerða um opinberar sóttvarnaráðstafanir reynir ekki einvörðungu á sóttvarnalög heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár, mannréttindasáttmála Evrópu og EES-samningsins og fleiri réttarheimildir,“ segir Páll Hreinsson. Og síðar segir í álitsgerðinni: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið,“ segir Páll Hreinsson og á öðrum stað í greinargerðinni segir síðan: „Eftir að hinum smitaða hafa verið veittar leiðbeiningar um einangrun ýmist heima hjá hlutaðeigandi, hafi hann aðstæður til þess, eða í farsóttahúsi, verður að leita eftir skýrri afstöðu sjúklingsins til þess hvort hann sé reiðbúinn til samstarfs eða hvort hann óski eftir því að málið verði tekið formlega fyrir og afgreitt með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Páll. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn segir brýnt að afgreiða frumvarp með heimildum til að þvinga fólk í sýnatöku og veru í sóttvarnaghúsi.Stöð 2 Á kynningarfundi almannavarna í morgun sagði Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum að fylgst hafi verið með þeim sem valið hefðu tveggja vikna sóttkví umfram tvöfalda skimun. „Og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit,“ sagði Sigurgeir. Það væri óviðunandi staða að ekki væri enn búið að laga löggjöfina núna í miðjum janúar 2021. „Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærunum svo sem frávísun,“ sagði Sigurgeir. Þannig hafi á annan tug reynst smitaður í fjörtíu manna hópi sem ætlaði í fjórtán daga sóttkví en var talaður inn á að fara í sýnatöku. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar reglur álandamærunum eftir ríkisstjórnarfund á morgun og sennilega leggja til samkvæmt tillögu frá sóttvarnalækni að allir sem komi til landsins verði að framvísa neikvæðu skimunarvorrorði sem ekki sé eldra en tveggja sólarhringa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Fram hefur komið að stjórnvöld telji ekki lagastoð fyrir því að setja reglugerð sem þvingi fólk sem kemur til landsins til að fara í fjórtán daga sóttkví í sóttvarnahúsi. Hins vegar eru þessar heimildir í frumvarpi um breytingar á sóttvarnalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í álitsgerð Doktor Páls Hreinssonar til forsætis- og heilbrigðisráðherra í september segir að í íslenskum rétti gildi sú meginregla að stjórnvöld geti ekki án sérstakrar lagaheimildar tekið ákvörðun um að beita mann þvingunarúrræðum þegar ákvarðanir þeirra sé ekki virtar. Dr. Páll Hreinsson skilaði forsætis- og heilbrigðisráðherra álitsgerð um lagastoð þvingunaraðgerða hinn 20. september.Stöð 2 „Þótt stjórnvald hafi á hinn bóginn heimild til þess að taka íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann jafngildir það því hins vegar ekki að stjórnvaldið geti tekið ákvörðun um að beita borgarann þvingunarúrræðum til að knýja fram hlýðni hans við ákvörðunina,“ segir í álitsgerðinni, Til þess þurfi skýra heimild í lögum. Skorti stjórnvald lagaheimild til að beita málsaðila þvingunarúrræðum verði það ekki gert á annan hátt en með málssókn og síðan aðför á grundvelli dóms. Þá segir: „Við setningu reglugerða um opinberar sóttvarnaráðstafanir reynir ekki einvörðungu á sóttvarnalög heldur einnig á ákvæði stjórnarskrár, mannréttindasáttmála Evrópu og EES-samningsins og fleiri réttarheimildir,“ segir Páll Hreinsson. Og síðar segir í álitsgerðinni: „Þegar stjórnvöld hafa val um fleiri en eina leið til að ná því markmiði sem að er stefnt með töku ákvörðunar leiðir af meðalhófsreglunni að velja ber það úrræði sem vægast er og að gagni getur komið,“ segir Páll Hreinsson og á öðrum stað í greinargerðinni segir síðan: „Eftir að hinum smitaða hafa verið veittar leiðbeiningar um einangrun ýmist heima hjá hlutaðeigandi, hafi hann aðstæður til þess, eða í farsóttahúsi, verður að leita eftir skýrri afstöðu sjúklingsins til þess hvort hann sé reiðbúinn til samstarfs eða hvort hann óski eftir því að málið verði tekið formlega fyrir og afgreitt með stjórnvaldsákvörðun,“ segir Páll. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn segir brýnt að afgreiða frumvarp með heimildum til að þvinga fólk í sýnatöku og veru í sóttvarnaghúsi.Stöð 2 Á kynningarfundi almannavarna í morgun sagði Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum að fylgst hafi verið með þeim sem valið hefðu tveggja vikna sóttkví umfram tvöfalda skimun. „Og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit,“ sagði Sigurgeir. Það væri óviðunandi staða að ekki væri enn búið að laga löggjöfina núna í miðjum janúar 2021. „Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærunum svo sem frávísun,“ sagði Sigurgeir. Þannig hafi á annan tug reynst smitaður í fjörtíu manna hópi sem ætlaði í fjórtán daga sóttkví en var talaður inn á að fara í sýnatöku. Heilbrigðisráðherra mun væntanlega kynna nýjar reglur álandamærunum eftir ríkisstjórnarfund á morgun og sennilega leggja til samkvæmt tillögu frá sóttvarnalækni að allir sem komi til landsins verði að framvísa neikvæðu skimunarvorrorði sem ekki sé eldra en tveggja sólarhringa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46
Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. 14. janúar 2021 16:00