Þá var vinnu í Síldarvinnslunni á Seyðisfirði hætt vegna tilkynningarinnar og var starfsfólk vinnslunnar fært með togaranum Gullveri inn í bæinn.
Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands fór yfir fjarlægðarmælingar í kjölfar tilkynningarinnar og í ljós kom að ekki hafði orðið hreyfing á jarðlögum. Þó kom í ljós við vettvangsskoðun að hrunið hafði úr börmum sprungunnar og var hún því orðin greinilegri.
Ekki er talin frekari hætta á skriðuföllum út frá þessum athugunum.
Mikilli úrkomu er spáð á Seyðisfirði um helgina og gæti því komið til frekari rýminga á Seyðisfirði. Staðan verður endurmetin á morgun vegna þessa.
Þá er einnig fylgst vel með hlíðinni ofan Eskifjarðar vegna mikilla rigninga en ekki þykir ástæða til viðbragða vegan úrkomunnar.