Samfylkingin leggur til bráðabirgðaákvæði um tvöfalda skimun og sóttvarnahús Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:15 Ólafur Þór Gunnarsson og Helga Vala Helgadóttir. Vísir Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur fram frumvarp á Alþingi á morgun með bráðabirgðaákvæðum við sóttvarnarlög sem myndu heimila að skylda fólk í tvöfalda skimun við landamærin eða tveggja vikna sóttkví í sóttvarnahúsi. Þá hefur formaður flokksins óskað eftir því að Alþingi verði kallað saman til fundar um málið strax á morgun. Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur viðamikið frumvarp frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem felur í sér heildarendurskoðun á sóttvarnalögum. Frumvarpið var lagt fram rétt fyrir jólahlé þingmanna og þingmenn luku fyrstu umræðu og málið var sent til velferðarnefndar Alþingis. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segir málið skammt á veg komið í nefndinni. Þess vegna vilji Samfylkinginn að þing komi þegar saman til að setja ákvæði til bráðabirgða í gildandi lög til að veita heilbrigðisráðherra nauðsynlega lagastoð til að setja reglugerð sem svari óskum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann hefur ítrekað lagt til við heilbrigðisráðherra að fólki sem kemur til landsins verði gert að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli og að hægt væri að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. „Ég lagði það til við heilbrigðisráðherra í nóvember að útbúið yrði bráðabirgðaákvæði í núgildandi sóttvarnarlög til að setja stoðir undir nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir á landamærunum. Nú í byrjun árs þegar sóttvarnarlæknir hafur svo margítrekað mikilvægi þess að skylda ferðamenn til að fara í tvöfalda skimun lagði ég það til við Ólaf Þór Gunnarsson varaformann velferðarnefndar að á fundi nefndarinnar í gær yrði slík tillaga lögð fyrir nefndina sem þá gæti saman staðið að framlagningu þess háttar frumvarps,“ segir Helga Vala. Því miður hafi meirihluti nefndarinnar ekki fallist á þá tillögu. Henni sýnist sem hluti stjórnarliða telji enn að hægt að afgreiða flókið og umfangsmikið frumvarp sem liggi fyrir nefndinni á örskotsstundu til að bjarga málum. Ekki sé einhugur milli stjórnarliða í nefndinni um málið og því telji hún einboðið að vinna þess frumvarps taki mun lengri tíma. „Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur því ákveðið að verða við margítrekuðum óskum sóttvarnarlæknis sem fékk stuðning Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag, um að lögfesta heimild til skyldubundnar tvöfaldrar sýnatöku á landamærum. Frumvarp þess efnis verður lagt fram á morgun,“ segir Helga Vala.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20 Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar. 14. janúar 2021 19:20
Skimunarráð útskýrir tillögu sína sem olli fjaðrafoki Skimunarráð segist verða að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé á milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það sé hlutverk skimunarráðs að láta þau sjónarmið ráða. 14. janúar 2021 16:46