„Liverpool menn verða stressaðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 08:31 Liverpool menn hópast að Craig Pawson dómara en mörgum finnst að leikmenn Liverpool hafi vælt of mikið undan dómgæslunni á þessari leiktíð. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Liverpool með sigri í toppslag liðanna um helgina og gömul Liverpool kempa segir að leikmenn Liverpool séu nú í svolítið nýrri stöðu miðað við undanfarin misseri. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti