„Liverpool menn verða stressaðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 08:31 Liverpool menn hópast að Craig Pawson dómara en mörgum finnst að leikmenn Liverpool hafi vælt of mikið undan dómgæslunni á þessari leiktíð. Getty/Robbie Jay Barratt Manchester United getur náð sex stiga forskoti á Liverpool með sigri í toppslag liðanna um helgina og gömul Liverpool kempa segir að leikmenn Liverpool séu nú í svolítið nýrri stöðu miðað við undanfarin misseri. Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Lierpool, segir að leikmenn Liverpool verði í fyrsta sinn í langan tíma taugaóstyrkir þegar þeir labba inn á völlinn fyrir stórleikinn á móti Manchester United á sunnudaginn. Leikmenn Ole Gunnar Solskjær hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og komust upp fyrir Liverpool með sigri í vikunni. Liverpool liðið hefur aftur á móti verið í basli síðan um jólin. „Þegar þú ert topplið þá hefur þú bara áhyggjur af þínu liði. Þannig hefur þetta verið hjá Liverpool undanfarin ár en það hefur verið erfitt fyrir liðið á þessu tímabili. Liverpool liðið er að blása og mása og það er staðreynd. Þeir eru ekki sama lið og ekki með sama stöðugleika. Þeir eru samt í öðru sæti í deildinni,“ sagði Graeme Souness í hlaðvarpsþættinum Pitch to Post sem Sky Sports skrifaði upp úr. Graeme Souness insists Liverpool will be nervous going into a game against Manchester United for the first time in years, but should edge it.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 15, 2021 „Þeir munu hugsa þetta þannig að þó að þeir séu ekki í góðum gír þá eru þeir samt sem áður í öðru sæti deildarinnar og enn með í baráttunni. Ef það er einn leikur sem United vill vinna og einn leikur sem Liverpool vill vinna þá er það þessi leikur. Metingurinn er rosalegur og hefur alltaf verið til staðar. Þetta eru tveir risaklúbbar sem hafa náð miklum árangri,“ sagði Souness. Hafa tapað stigum sem enginn átti von á „Ég held að í fyrsta sinn í langan tíma þá munu Liverpool menn vera stressaðir fyrir leik. Þeir hafa verið lofaðir stanslaust í tvö ár og réttilega því fótbolti liðsins hefur verið stórkostlegur. Hann er ekki í sama klassa á þessu tímabili og þá sérstaklega hvað varðar stöðugleikann. Þessa vegna hafa þeir tapað stigum sem enginn átti von á að þeir gerðu,“ sagði Souness. „Þegar þeir eru upp á sitt besta þá hrella þeir mótherjanna ekki síst framarlega á vellinum. Ég hef ekki séð reglulega á þessu tímabili. United mætir líka í þennan leik sem hópur manna sem telja sig geta náð í úrslit. Takist það hjá þeim þá komast þeir á enn meira skrið,“ sagði Souness. SUNDAY: Liverpool Manchester United pic.twitter.com/m2fcfsDxOY— Goal (@goal) January 12, 2021 Uppkoma Manchester United á þessu tímabili hefur komið Graeme Souness á óvart. „Ef þú hefðir sagt við mig í byrjun tímabilsins að United væri að fara að mæta Liverpool á þessum tíma, þremur stigum á undan, þá hefði ég svarað að það væri ekki að fara að gerast. Við erum stödd á einu óvenjulegasta tímabilinu sem ég man eftir. United liðið á samt skilið hrós því þeir hafa sýnt ákveðni og þrautseigju og með því tekist að skríða aftur inn í titilbaráttuna,“ sagði Souness. Ekki hægt að finna betri tíma „United er að fara á Anfield á góðum tíma og líklega er ekki hægt að finna betri tíma fyrir þá. Liverpool er að leita að stöðugleika sem þeir hafa búið að undanfarin þrjú ár og er ástæðan fyrir því að þeir hafa unnið alla þessa titla,“ sagði Souness en hvernig fer leikurinn? „United mun ógna Liverpool og þessi leikur fer fram á áhorfendalausum Anfield. Liverpool fær því ekki þennan vanalega stuðning í leiknum. Það er erfitt að spá fyrir um úrslitin en ég trúi því samt að Liverpool liðið mæti öflugt í þennan leik. Allison á eftir að eiga góðan dag, fjögurra manna varnarlínan mun halda vel og Liverpool liðið verður aðeins of sterkt fyrir United,“ sagði Graeme Souness en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira