Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 11:33 Von er á því að Katrín Jakobsdóttir fari yfir stöðu mála að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35