Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2021 11:33 Von er á því að Katrín Jakobsdóttir fari yfir stöðu mála að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu og ræðir við ráðherra. Útsendinguna má sjá neðst í fréttinni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til við þrautavaraaðgerð á landamærum þess efnis að allir sem komi til landsins þurfi að framvísa innan við 48 klukkustunda gamalli neikvæðri niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Þórólfur hefur áður lagt til að gera tvöfalda sýnatöku við komu til landsins að skilyrði en þeirri tillögu hefur ráðherra í tvígang hafnað og borið fyrir sig lagalegri óvissu. Þórólfur lagði til varaplan að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví yrði látið dvelja í farsóttarhúsinu í sóttkví en þeirri tillögu og vísað til sömu ástæðu. Tillagan um framvísun nýlegs neikvæðs vottorðs er því þrautavaratillaga Þórólfs til að minnka líkur á að smitaðir einstaklingar komi til landsins sem gæti komið af stað nýrri bylgju faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11 Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Telur tillögu sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum gríðarlega íþyngjandi Forstjóri Airport Associates telur það mjög brýnt að frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, verði samþykkt. Hann segir tillögu sóttvarnalæknis um að farþegar framvísi neikvæðu prófi á landamærum hafa gríðarlega íþyngjandi afleiðingar fyrir flugið. 14. janúar 2021 21:11
Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. 14. janúar 2021 11:35