Hæstánægður með skimunarskylduna og vonar að ræðan hafi hjálpað Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 17:20 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Aðsend Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að skylda alla í tvöfalda skimun á landamærum sé mikið ánægjuefni. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð. Enn eigi þó eftir að útfæra framkvæmd reglugerðarinnar á flugvellinum. „Það er mjög ánægjulegt að nú sé búið að afnema möguleikann á því að fólk geti komið inn í landið án þess að fara í nokkra skimun. Þá er búið að þétta í þessar sprungur sem voru hérna í varnargarðinum á landamærunum okkar,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. „Og mig langar að þakka ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð í morgun, með þessari ákvörðun sinni að allir fari í tvöfalda skimun á landamærunum.“ Sigurgeir segir ákvörðun heilbrigðisráðherra svara vel ákalli hans á upplýsingafundi almannavarna í gær, sem vakti talsverða athygli. Sigurgeir kveðst hafa fengið góð viðbrögð við ræðunni. „Og bara gott ef hún hefur hjálpað Þórólfi sóttvarnalækni við hans mikilvæga starf. En jú, ég var að kalla eftir skjótari lagabreytingum og því að hægt væri að framfylgja tillögum sóttvarnalæknis og ég vil nú bara eigna honum heiðurinn af því að vera óþreytandi að leggja sífellt fram tillögur að aðgerðum sem eiga að tryggja heilsu og öryggi landsmanna.“ Þá bendir Sigurgeir á að skimunarskyldan hafi lágmarksáhrif á farþegaflæði, þar sem svo lítill hluti farþega hafi valið tveggja vikna sóttkví. Auk þess hafi lögregla á flugvellinum náð að telja á þriðja hundrað manns á að fara frekar í skimun frá því í október. „Ef það hefði verið farið út í þessa þrautavaratillögu sóttvarnalæknir um neikvæð erlend vottorð þá hefði flug væntanlega nánast lagst af eins og forstjóri Airports Associates talaði um í gær.“ Á eftir að útfæra framkvæmdina gagnvart Íslendingum Reglugerð heilbrigðisráðherra um skimunarskylduna hefur ekki verið birt. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið verði þannig að þeir sem harðneiti að fara í skimun verði vísað úr landi segir Sigurgeir að enn eigi eftir að útfæra það. „En væntanlega verður það þannig að verður farið í frávísunarmál á grundvelli útlendingalaga og svo á eftir að útfæra það gagnvart Íslendingum og þeim sem mega dvelja hér, hvort þeir verði settir í farsóttarhús. Það verður að vinna það með sóttvarnalækni hratt og vel.“ Verkafólk frá útlöndum virði almennt reglur Sigurgeir sagði í samtali við Vísi í gær að fólk úr ýmsum áttum hefði valið tveggja vikna sóttkví fram yfir tvöfalda skimun. Sumir hafi borið fyrir sig stjórnarskrárvarinn réttindi, aðrir hafi ekki viljað láta taka úr sér lífsýni og þá sé ljóst að einhverjir hafi haft í hyggju að fara beint að vinna eða ferðast. Þá biðlaði hann sérstaklega til atvinnulífsins á upplýsingafundinum í gær að sinna samfélagslegri ábyrgð og sjá til þess að starfsfólk sinni sýnatökum og sóttkví áður en mætt er til vinnu. Sigurgeir segir að almennt virðist starfsfólk sem kemur erlendis frá virða reglurnar. „Heilt yfir vitum við ekki annað en að atvinnulífið sé að standa sig vel í að starfsfólk sem kemur frá útlöndum sé að klára sína sóttkví og sýnatökur. Og almannavarnir og sóttvarnir funda vikulega með öllu atvinnulífinu. Samráð sóttvarnalæknis og almannavarna við atvinnulífið er mjög gott. En það eru alltaf einhverjir svartir sauðir í fyrirtækjarekstri eins og alls staðar. Þar liggur hættan. En það er ekki tilfinning mín að þetta sé útbreitt vandamál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að nú sé búið að afnema möguleikann á því að fólk geti komið inn í landið án þess að fara í nokkra skimun. Þá er búið að þétta í þessar sprungur sem voru hérna í varnargarðinum á landamærunum okkar,“ segir Sigurgeir í samtali við Vísi. „Og mig langar að þakka ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð í morgun, með þessari ákvörðun sinni að allir fari í tvöfalda skimun á landamærunum.“ Sigurgeir segir ákvörðun heilbrigðisráðherra svara vel ákalli hans á upplýsingafundi almannavarna í gær, sem vakti talsverða athygli. Sigurgeir kveðst hafa fengið góð viðbrögð við ræðunni. „Og bara gott ef hún hefur hjálpað Þórólfi sóttvarnalækni við hans mikilvæga starf. En jú, ég var að kalla eftir skjótari lagabreytingum og því að hægt væri að framfylgja tillögum sóttvarnalæknis og ég vil nú bara eigna honum heiðurinn af því að vera óþreytandi að leggja sífellt fram tillögur að aðgerðum sem eiga að tryggja heilsu og öryggi landsmanna.“ Þá bendir Sigurgeir á að skimunarskyldan hafi lágmarksáhrif á farþegaflæði, þar sem svo lítill hluti farþega hafi valið tveggja vikna sóttkví. Auk þess hafi lögregla á flugvellinum náð að telja á þriðja hundrað manns á að fara frekar í skimun frá því í október. „Ef það hefði verið farið út í þessa þrautavaratillögu sóttvarnalæknir um neikvæð erlend vottorð þá hefði flug væntanlega nánast lagst af eins og forstjóri Airports Associates talaði um í gær.“ Á eftir að útfæra framkvæmdina gagnvart Íslendingum Reglugerð heilbrigðisráðherra um skimunarskylduna hefur ekki verið birt. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið verði þannig að þeir sem harðneiti að fara í skimun verði vísað úr landi segir Sigurgeir að enn eigi eftir að útfæra það. „En væntanlega verður það þannig að verður farið í frávísunarmál á grundvelli útlendingalaga og svo á eftir að útfæra það gagnvart Íslendingum og þeim sem mega dvelja hér, hvort þeir verði settir í farsóttarhús. Það verður að vinna það með sóttvarnalækni hratt og vel.“ Verkafólk frá útlöndum virði almennt reglur Sigurgeir sagði í samtali við Vísi í gær að fólk úr ýmsum áttum hefði valið tveggja vikna sóttkví fram yfir tvöfalda skimun. Sumir hafi borið fyrir sig stjórnarskrárvarinn réttindi, aðrir hafi ekki viljað láta taka úr sér lífsýni og þá sé ljóst að einhverjir hafi haft í hyggju að fara beint að vinna eða ferðast. Þá biðlaði hann sérstaklega til atvinnulífsins á upplýsingafundinum í gær að sinna samfélagslegri ábyrgð og sjá til þess að starfsfólk sinni sýnatökum og sóttkví áður en mætt er til vinnu. Sigurgeir segir að almennt virðist starfsfólk sem kemur erlendis frá virða reglurnar. „Heilt yfir vitum við ekki annað en að atvinnulífið sé að standa sig vel í að starfsfólk sem kemur frá útlöndum sé að klára sína sóttkví og sýnatökur. Og almannavarnir og sóttvarnir funda vikulega með öllu atvinnulífinu. Samráð sóttvarnalæknis og almannavarna við atvinnulífið er mjög gott. En það eru alltaf einhverjir svartir sauðir í fyrirtækjarekstri eins og alls staðar. Þar liggur hættan. En það er ekki tilfinning mín að þetta sé útbreitt vandamál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09 Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Allir verða skyldaðir í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að tvöföld skimun á landamærum verði skylda frá og með deginum í dag. Val um tveggja vikna sóttkví við komu til landsins verður því afnumið. 15. janúar 2021 12:09
Fimm greindust innanlands Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum. 15. janúar 2021 10:56
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00