Fjölskylda var í bílnum; karl, kona og barn. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og var því ákveðið að þeir björgunaraðilar sem gætu verið útsettir fyrir mögulegu smiti færu í sýnatöku.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á sjúkrahús í Reykjavík en ekki er unnt að greina frá líðan þeirra að svo stöddu.
Aðstæður á vettvangi voru erfiðar og segir Rögnvaldur aðkomuna hafa verið erfiða fyrir vegfarendur sem náðu fólkinu í land og veittu fyrstu hjálp á meðan beðið var eftir viðbragðsaðilum. Mikil hálka var á svæðinu og lágskýjað.
„Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur.