„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 12:17 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. STÖÐ2 Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét. Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét.
Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51
Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56