„Almenningur hefur engin önnur tæki en að láta eins og skríll“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2021 12:17 Margrét Tryggvadóttir rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. STÖÐ2 Alþingismaður segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. Hann segir líkindi með mótmælunum og árásinni á þinghús Bandaríkjanna. Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét. Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Jón Gunnarsson, alþingismaður segir innrásina í þinghúsið í Washington náskylda búsáhaldabyltingunni þrátt fyrir að rót mótmælanna hafi verið önnur. Hann segir að ef lögreglan hefði ekki verið eins öflug og hún var í búsáhaldabyltingunni hefði lýðurinn brotist inn í alþingishúsið. „Klárlega. Það liggur bara í augum uppi og það er ekki bara að mér finnist það. Þú getur bara lesið um það í skýrslum lögreglunnar sem voru gerðar um þessa atburði alla,“ sagði Jón Gunnarsson, alþingismaður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur var þátttakandi í búsáhaldabyltingunni. Hún segist skilja upplifun Jóns þótt rót mótmælanna sé önnur. Almenningur hafi þó ekki haft önnur ráð en að láta eins og skríll. „Ég get hins vegar alveg skilið að þeir sem voru inni í húsinu hafi upplifað hlutina þannig að þetta væri bara ástand sem gæti mjög auðveldlega farið úr böndunum og það getur alveg verið að það hafi verið svoleiðis,“ sagði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur í Sprengisandi. Margrét segir að um réttláta reiði almennings hafi verið að ræða í búsáhaldabyltingunni. Margrét harmar að almenningur hafi enn í dag engin önnur lýðræðisleg tól en mótmæli breytast forsendur í þinginu. „Þá verður almenningur að hafa einhver lýðræðisleg tæki til þess að takast á við breytta stöðu. Það er meðal annars þess vegna sem ég fór út í stjórnmál til að reyna að koma þeim tækjum á. Það hefur ekki tekist. Þannig ef annað hrun hér kæmi og almenningur yrði jafn reiður og hann var þá. Þá værum við bara í sömu stöðu. Almenningur hefur enginn önnur tæki en að láta eins og skríll,“ sagði Margrét.
Árás á bandaríska þinghúsið Hrunið Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51 „Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51 Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja leggja búsáhaldabyltingu og árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum að jöfnu Fjölmargir flokksbundnir Sjálfstæðismenn hafa stigið fram að undanförnu og lýst því yfir að búsáhaldabyltingin og óeirðirnar við þinghúsið í Bandaríkjunum séu á margan hátt hliðstæðir atburðir. 11. janúar 2021 13:51
„Ekki smíða spegil nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálfur“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir ekki hægt að tengja baráttuaðferðir félagsins við aðferðir Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 13. janúar 2021 11:51
Elliði sakar Katrínu um hræsni og aumt yfirklór Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss er afar ósáttur með háðugleg orð Katrínar Oddsdóttur formanns Stjórnarskrárfélagsins í sinn garð og svarar í sömu mynt. Og vill bæta heldur í ef eitthvað er. 13. janúar 2021 14:56