Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 13:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21
Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01