Koma heim úr jarðarförum, brúðkaupum eða afmælum og reynast smituð Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 19:14 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Flestir sem hafa greinst með kórónuveiruna á landamærum undanfarið koma frá löndum á borð við Danmörku og Pólland, sem hafa hvað mesta tengingu við Ísland. Dæmi eru um að stórir hópar komi heim úr jarðarförum eða brúðkaupum og reynist jákvæðir í skimun á Keflavíkurflugvelli. Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands í dag og var sá í sóttkví. Enn er sami stofn veirunnar ráðandi innanlands og í haust. 36 hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði á landamærum, þar af sjö innanlands, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu. Fjórtán greindust með veiruna á landamærunum í gær, flestir úr sömu flugvélinni. Fimm flugvélar komu til landsins þann dag; tvær frá Póllandi og hinar frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að undanfarið hafi farþegar frá öllum löndum greinst jákvæðir en flestir frá Danmörku og Póllandi. „Þetta endurspeglar þetta ástand sem er í löndunum þar sem við erum að horfa á flesta sem koma til Íslands; frá Englandi, Danmörku, Póllandi, Eistlandi. Þetta eru löndin þar sem mestu samskiptin eru hingað,“ segir Víðir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Það er nánast ekkert land undanskilið. Við erum að fá jákvæða einstaklinga á landamærum, frá eiginlega öllum löndum sem flogið er frá. En núna síðustu vikur hefur mesta umferðin verið kannski Danmörk og síðan Pólland. Flestir að koma þaðan. Og það endurspeglast auðvitað í þeim fjölda sem er að greinast.“ Þá hefur borið á því að stórir hópar sem ferðist saman reynist smitaðir. „Já, við höfum séð það bæði í haust og núna nýlega að hópar sem eru með tengingar eru að koma heim úr jarðarförum, afmælum jafnvel og brúðkaupum, þar sem ansi margir sem hafa haft tengingu erlendis eru að koma heim. Og er síðan stór hópur jákvæður í sýnatöku á landamærum,“ segir Víðir. „Það er bara mjög mikilvægt að menn haldi ferðalögum í algjöru lágmarki næstu vikurnar meðan við erum að fara í gegnum þetta ástand og fólk sé ekki að fara erlendis nema brýna nauðsyn beri til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Engin störukeppni við sýnatökuhliðið í dag Ekkert kom upp á við sýnatökuhlið Keflavíkurflugvallar í dag og allir farþegar virtu skimunarskyldu án vandkvæða, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 17. janúar 2021 18:26
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. 17. janúar 2021 13:17