Markavandræði Liverpool á einni mynd: Versti markaþurrkurinn í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 13:31 Jürgen Klopp þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á þeim Sadio Mane og Mohamed Salah. Getty/Peter Powell Það þarf að fara alla leið aftur til marsmánaðar árið 2005 til að finna verra gengi Liverpool liðsins fyrir framan mark mótherjanna. Liverpool gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í gær og hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma leiks í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir áramót. Nú eru liðnar 348 mínútur síðan að Sadio Mané skoraði á tólftu mínútu á móti WBA á Anfield. Newcastle 0-0 LiverpoolSouthampton 1-0 LiverpoolLiverpool 0-0 Manchester UnitedIt's been 348 minutes since Liverpool last scored in the Premier League pic.twitter.com/hwKbuJDWd4— B/R Football (@brfootball) January 17, 2021 Það eru næstum því liðin sextán ár síðan að Liverpool skoraði síðast ekki í þremur leikjum í röð. Síðan að Liverpool skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum í stórsigri á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól hafa sóknarmenn Englandsmeistarann skotið hálfgerðum púðurskotum. Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð en þar má sjá skot Liverpool liðsins og markalíkur þeirra skottilrauna í undanförnum fjórum leikjum liðsins. 1.6% - Since scoring with seven of their 14 shots against Crystal Palace (50%), Liverpool have scored just one goal from 62 shots in their last four Premier League games, a conversion rate of 1.6%. Problems. #LIVMNU pic.twitter.com/zStsoHF4zn— OptaJoe (@OptaJoe) January 17, 2021 Liverpool hefur aðeins skorað 1 mark úr 62 skotum í undanförnum fjórum leikjum sem þýðir að 1,6 prósent skota Liverpool manna hafa endaði með marki. Síðasta tímabil þar sem Liverpool skoraði ekki í þremur leikjum í röð þá var 2004-05 tímabilið þar sem leikmenn liðsins mistókst að skora í leikjum á móti Birmingham City, Newcastle United og Blackburn Rovers. Þá var það fyrirliðinn Steven Gerrard sem endaði biðin þegar hann kom liðinu í 1-0 á móti Everton. Liverpool hafði þá ekki skorað í 310 mínútur eða síðan að Milos Baros skoraði á móti Fulham einum mánuði og fimmtán dögum fyrr. It's also the first time Liverpool have failed to score in three consecutive Premier League games since February-March 2005. https://t.co/Gg6NWtYDda— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Liverpool endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en þetta tímabilið endaði þó frábæralega eða með endurkomusigri á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul. Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Liverpool gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í gær og hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma leiks í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir áramót. Nú eru liðnar 348 mínútur síðan að Sadio Mané skoraði á tólftu mínútu á móti WBA á Anfield. Newcastle 0-0 LiverpoolSouthampton 1-0 LiverpoolLiverpool 0-0 Manchester UnitedIt's been 348 minutes since Liverpool last scored in the Premier League pic.twitter.com/hwKbuJDWd4— B/R Football (@brfootball) January 17, 2021 Það eru næstum því liðin sextán ár síðan að Liverpool skoraði síðast ekki í þremur leikjum í röð. Síðan að Liverpool skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum í stórsigri á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól hafa sóknarmenn Englandsmeistarann skotið hálfgerðum púðurskotum. Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð en þar má sjá skot Liverpool liðsins og markalíkur þeirra skottilrauna í undanförnum fjórum leikjum liðsins. 1.6% - Since scoring with seven of their 14 shots against Crystal Palace (50%), Liverpool have scored just one goal from 62 shots in their last four Premier League games, a conversion rate of 1.6%. Problems. #LIVMNU pic.twitter.com/zStsoHF4zn— OptaJoe (@OptaJoe) January 17, 2021 Liverpool hefur aðeins skorað 1 mark úr 62 skotum í undanförnum fjórum leikjum sem þýðir að 1,6 prósent skota Liverpool manna hafa endaði með marki. Síðasta tímabil þar sem Liverpool skoraði ekki í þremur leikjum í röð þá var 2004-05 tímabilið þar sem leikmenn liðsins mistókst að skora í leikjum á móti Birmingham City, Newcastle United og Blackburn Rovers. Þá var það fyrirliðinn Steven Gerrard sem endaði biðin þegar hann kom liðinu í 1-0 á móti Everton. Liverpool hafði þá ekki skorað í 310 mínútur eða síðan að Milos Baros skoraði á móti Fulham einum mánuði og fimmtán dögum fyrr. It's also the first time Liverpool have failed to score in three consecutive Premier League games since February-March 2005. https://t.co/Gg6NWtYDda— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Liverpool endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en þetta tímabilið endaði þó frábæralega eða með endurkomusigri á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul.
Enski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira