„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. janúar 2021 19:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort að smitskömm geri það að verkum að fólk gefi smitrakningateymi ekki nægjanlegar upplýsingar. Það sé engin ástæða til að hafa hana og afar mikilvægt að gefa greinargóðar upplýsingar. Vísir/Vilhelm Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39