Þá létust tveir einstaklingar á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík vegna smits sem kom upp þar síðastliðið vor og einn einstaklingur lést á Landspítala eftir að hafa smitast af veirunni á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, um fjölda sýkinga og andláta af völdum kórónuveirunnar.
Gunnar Bragi spurði hve mörg andlát megi rekja til hópsmitsins á Landakoti annars vegar og smita á öðrum sjúkrastofnunum hins vegar. Svar ráðherra er eftirfarandi:
„Það létust 14 einstaklingar á Landspítala í kjölfar hópsmits á Landakoti. Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík létust tveir einstaklingar. Þrír einstaklingar létust á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka en þau smit eru rakin til hópsýkingarinnar á Landakoti. Einn einstaklingur lést á Landspítala eftir smit á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.“
Alls hafa 29 manns látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. Meirihluta andlátanna má því rekja til hópsmitsins á Landakoti. Tíu manns létust í fyrstu bylgju faraldursins og í þriðju bylgjunni hafa nítján manns látist.