Irving leikur sem leikstjórnandi hjá NBA-liði Brooklyn Nets og er með betri leikmönnum NBA-deildarinnar. Hann hefur hins vegar ekkert leikið með liðinu undanfarið eða síðan æstir stuðningsmenn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, réðust inn í þinghúsið í Washington.
Nú hefur CBS News staðfest að Irving hafi fest kaup á húsi fyrir fjölskyldu Floyd. „Hann vill bara hjálpa til,“ sagði fjölmiðlafulltrúi leikmannsins aðspurður um málið.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Irving hefur látið gott af sér leiða en hann hefur til að mynda gefið eina og hálfa milljón Bandaríkjadala til leikmanna í NBA-deildinni kvenna megin svo þær geti einbeitt sér að því einu að spila körfubolta.
Þá gaf hann 320 þúsund dali til góðgerðasamtakanna Feeding America ásamt því að vera duglegur að láta í sér heyra þegar kemur að réttindum svartra og annarra minnihlutahópa í Bandaríkjunum.
Kyrie Irving has done an outstanding job giving back @KyrieIrving pic.twitter.com/uEg3ywxsjW
— SportsCenter (@SportsCenter) January 19, 2021
Brooklyn Nets er talið líklegt til afreka í vetur en liðið nældi í hinn magnaða James Harden nýverið. Harden ásamt Kyrie og Kevin Durant er talinn mynda eitt besta þríeyki NBA-deildarinnar og ef þeir ná að stilla strengi sína er ljóst að liðið er til alls líklegt.