Um tíu einstaklingar undir fertugu bráðkvaddir á ári hverju Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2021 20:37 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að í kringum 200 einstaklingar fari í hjartastopp á hverju ári. Stjórnarráðið Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir. „Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Hjá yngra fólki eru þetta oft ýmsir erfðagallar sem geta komið fram sem raftruflanir í hjarta, eða það sem við köllum gjarnan frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir, eða hjarta- og vöðvasjúkdómar sem valda en hjá eldra fólki eru það gjarnan kransæðasjúkdómar og ýmsar afleiðingar þeirra sem eru undirliggjandi orsök.“ Davíð sagði í Reykjavík síðdegis að áætlað sé að um það bil 200 manns fari í hjartastopp árlega hér á landi en hluti þeirra er endurlífgaður. Ef einungis sé litið til einstaklinga undir fertugu séu það í kringum tíu sem deyja á hverju ári líkt og fyrr segir en talan sé aðeins breytileg frá ári til árs. „Í um það bil fjórðungi tilfella getur þetta gerst í svefni og getur gerst við líkamlega áreynslu og geðshræringu svo það má segja að þetta geti komið upp nánast hvar sem er,“ segir Davíð um aðdraganda hjartastopps. Yfirlið geti verið forboði hjartastopps Davíð bætir við að ef það er ættarsaga um ótímabær dauðsföll eða skyndidauða á unga aldri þá sé það þess virði að láta skoða fjölskylduna ítarlega, til að mynda með erfðarannsókn. Það sé oft gert með skipulögðum hætti þegar tiltölulega ungur einstaklingur fari í hjartastopp. „Þá er reynt að skoða mjög ítarlega hvað veldur og ef það finnst erfðagalli þá eru nánustu fjölskyldumeðlimir skoðaðir á kerfisbundinn hátt.“ „Þessi gallar sem valda oft hjartsláttartruflunum geta líka valdið meðvitundarleysi og hjartastoppi en ef þeir vara stutt geta þeir stundum valdið yfirliðakennd eða yfirliði og þess vegna getur yfirlið stundum verið forboði þess að það sé yfirvofandi hjartastopp. Þannig að stundum þarf að skoða það vel og þá sérstaklega vel með línuriti og spyrja um ættarsögu“ Þó segir hann rétt að taka fram að langflest tilvik yfirliða séu af góðkynja orsökum og því sé alls ekki samasemmerki milli þess að fara í yfirlið og fara í hjartastopp. Mikilvægt að bregðast skjótt við Davíð segir að fjöldi einstaklinga sem fari árlega í hjartastopp hérlendis hafi verið nokkuð stöðugur á síðustu árum. Einhver fjölgun hafi þó mælst hjá eldri aldurshópum „Það er fyrst og fremst vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma nú til dags er orðin svo öflug að þessir einstaklingar lifa lengur með sinn sjúkdóm. Þannig að hópur þeirra sem hafa alvarlegan hjartasjúkdóm, hjartabilun, alvarlega kransæðasjúkdóm og svo framvegis er að aukast þannig að hlutfallslega eru fleiri einstaklingar sem geta farið í hjartastopp.“ Að sögn Davíðs er mikilvægt að þeir sem verði vitni að hjartastoppi bregðist hratt við og hringi í Neyðarlínuna. Á meðan beðið sé eftir sjúkrabíl skuli framkvæma hjartahnoð og í völdum tilfellum einnig veita öndunaraðstoð. „Ef þetta er gert og það tekur sjúkrabílinn stuttan tíma að koma þá eru miklu meiri líkur á góðri útkomu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira