Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 23:46 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30