„Stór mistök að fara frá Everton“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 14:01 Bjarni Þór Viðarsson var í fjögur ár hjá Everton. getty/David Rogers Bjarni Þór Viðarsson segir að það hafi verið mistök hjá sér að fara frá Everton 2008. Hann var í viðtali í leikskrá Everton á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um tíma sinn hjá félaginu og vonbrigðin að hafa ekki náð að spila með félögum sínum úr gullkynslóðinni svokölluðu í A-landsliðinu. Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn