Eiginkona mannsins, Kamila Majewska, lést í slysinu sem og sonur hans, Mikolaj Majewski. Kamila lést á laugardagskvöld á Landspítalanum og Mikolaj lést á spítalanum í gær. Hann var á öðru ári.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að rannsókn á tildrögum slyssins sé til rannsóknar og að henni miði vel. Ekki sé þó tímabært að gefa út frekari fréttir af henni.
„Lögreglan sendir eftirlifandi eiginmanni og föður sýnar innilegustu samúðarkveðjur. Þá vill lögreglan ítreka þakkir til viðbragðsaðila sem komu á vettvang og ekki síður þeirra fjögurra vegfarenda sem fyrstir komu að og veittu fyrstu hjálp.
Allir þessir aðilar sýndu mikið hugrekki og unnu vel á vettvangi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar sem birt er á íslensku og pólsku á Facebook og sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Umferðarslysið í Skötufirði 16. jan sl. - framhaldstilkynning. Drengurinn sem var í bifreiðinni er rann út af veginum...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Wednesday, January 20, 2021