Lögreglan lýkur brátt rannsókn á málinu í Ásmundarsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2021 15:00 Ásmundarsalur Vísir/Sigurjón Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýkur væntanlega rannsókn sinni á hvort að sóttvarnarlög hafi verið brotin í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í framhaldinu verður hún send til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um framhaldið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf þann 30. desember formleg rannsókn á samkvæmi sem lögregla stöðvaði í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Meðal þess sem rannsakað var voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Lögreglan gaf þær upplýsingar í dag að rannsókninni ljúki væntanlega á föstudaginn og í framhaldinu verði hún send á ákærusvið sem tekur ákvörðun um framhaldið. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld. Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf þann 30. desember formleg rannsókn á samkvæmi sem lögregla stöðvaði í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Meðal þess sem rannsakað var voru upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn með tilliti til brota á sóttvörnum. Lögreglan gaf þær upplýsingar í dag að rannsókninni ljúki væntanlega á föstudaginn og í framhaldinu verði hún send á ákærusvið sem tekur ákvörðun um framhaldið. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp en lögregla greindi frá því á aðfangadag að „hæstvirtur ráðherra“ hefði verið viðstaddur viðburð í miðborginni kvöldið áður, sem leystur hefði verið upp af lögreglu á ellefta tímanum. Greint var frá því að tugir hefðu verið samankomnir á staðnum og nálægðarmörk og grímuskylda ekki virt. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni hefur sagst aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Eigendur Ásmundarsalar, hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson, sögðu í yfirlýsingu vegna málsins að reglur um fjöldatakmarkanir og opnunartíma hefðu ekki verið brotnar á Þorláksmessukvöld.
Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Reykjavík Tengdar fréttir Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47 Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ 31. desember 2020 14:47
Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42